Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 10
138
af fræjum, en það er fæst, sem verður að tilætluð-
um notum; mörg fara að forgörðum vegna þess, að
þau falla í jarðveg, sem er svo þakinn af eldri ein-
staklingum, að þar er ekki neitt rúm fyrir nýjar
jurtir; en enn þá fleiri ónýtast af árásum ýmsra
dýra. Darwin sáði eitt sinn i 3 feta langt og 2 feta
breitt beð töluverðu fræi, og sá svo um, að hinar
ungu jurtir ekki þurftu að keppa við neinar aðrar
eldri jurtir; 357 kimplöntur komu upp, en skorkvik-
indi og sníglar átu 295. Fjölgun einstaklinganna
takmarkast eðlilega af fæðu þeirri, sem er til handa
þeim i náttúrunni, en þó getur margt annað verið
til fyrirstöðu, einkum árásir annara tegunda; fjöldi
nagdýra og jórturdýra er t. d. kominn undir því,
hve mörg rándýrin eru o. s. frv. Loptslagið hefir
og mikil áhrif á fjölgunina, mismunur á árferðinu
gerir sumum hægt að fjölga, en eyðir öðrum teg-
undum gjörsamlega. Ovanalegir þurkar eða kaldir
vetrar gera opt mikinn usla meðal dýra og jurta,
svo tegundirnar ekki geta náð sér fyrr en löngu
seinna. Harði veturinn 1880—81 hafði stórkostleg
áhrif á íslandi; hreindýrum og rjúpum fækkaði að
miklum mun, mýs og litiingar féllu unnvörpum og
mörg þúsund haftirðlar (mergulus alle) flugu upp á
land og lágu á Norðurlandi hrönnum saman dauðir
í sköflunum. í heimskautalöndunum verður innbyrðis
keppni tegundanna minni, en því meiri er baráttan
við óblíða náttúru. Hver tegund verður að laga sig
sem bezt hún getur eptir loptslaginu á hverjum stað,
og þær geta af sér flest afkvæmi og útbreiðast
mest, sem hentugastar eru í þessu tilliti. fegar ein-
hver tegund vex og dafnar óvanalega undir hent-
ugum kringumstæðum og fjölgunin verður óvana-
lega mikil, þá koma opt drepsóttir, sem jafna apt-
ur; smáyrmlingar og rotnunaragnir, sem valda sjúk-