Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 12
140
ur mikil breyting á jurtagróðanum í þessu landi,
sökum þess að grasbítirnir hafa svo mikil áhrif á
útbreiðslu jurtanna. Margar jurtir geta ekki frjóvg-
ast, nema skordýr beri duptið á milli; angan blóm-
anna, litur og hunangskirtlar lokka skordýrin að
jurtunum, og svo tollir blómdustið á þeim, er þau
fljúga á milli. Rauður smári (Trifolium pratense),
er almennt ræktaður í útlöndum til skepnufóðurs,
og Darwin fann, að þeir gátu ekki þroskast, nema
þegar randaflugur báru duptið milli þeirra. Tuttugu
blómhöfuð af þessum smára framleiddu 2700 fræ,
þegar randaflugurnar fengu að komast að þeim, en
önnur tuttugu biómhöfuð fengu ekki eitt einasta
fræ, af því randaflugurnar komust ekki að þeim.
Ef nú randaflugum væri gjörsamlega eytt á Eng-
landi, þá mundi þar ekki geta vaxið rauður smári;
nú er tala villibiflugnanna töluvert bundin við tölu
músanna, því skógarmýs eta flugnabúin hvar sem
þær ná í þau, og náttúrufræðingurinn Nezvmann segir,
að mýsnar muni á Englandi eyða tveim þriðju hlut-
um af öllum flugnabúum. Tala músanna er aptur
komin undir tölu kattanna, og þess vegna eru
flugnabúin flest nálægt þorpum og bæjum, af því
þar drepa kettirnir flestar mýsnar; kettirnir eru því
í sumum héruðum óbeinlinis orsök í því, að smára-
plöntunum fjölgar, en nautin lifa aptur á smáran-
um. f>annig verður það, sem undarlegt mætti þykja
í fljótu bragði, að kattatalan hefir áhrif á tölu
þeirra nautgripa, sem hægt er að halda í einhverju
héraði.
Af því tegundirnar af sama kyni ávallt eru
likar hver annari að skapnaði og opt í lifnaðarhátt-
um, þá verður samkeppnin opt einna hörðust milli
þeirra tegunda, sem skyldastar eru. Nýlega hefir
svölutegund ein fengið mikla útbreiðslu í Norður-