Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 17
145
ur náttúran með úrvalning sinni gjört nytsamar
breytingar, á tegundunum á öllum aldri, og erfða-
lögin gjöra það að verkum, að einmitt þær breyt-
ingar ganga í erfðir til afkvæmisins, sem eiga bezt
við á hverjum aldri. þ>au dýr, sem lifa í hópum,
verða fyrir þeim breytingum, sem hentugastar eru
fyrir allt félagið, af því það, sem er til nota fyrir
heildina, verður þar líka til nota fyrir einstakling-
inn. Náttúran getur gjört allar breytingar, sem
hentugar eru fyrir tegundina, en getur aldrei breytt
neinni tegund svo, að það sé til góðs fyrir aðra
tegund.
þ>egar kynbætur eru gjörðar, koma stundum
fram sérstök einkenni á hverju kyni og ganga í
erfðir eingöngu í karllegg eða kvennlegg; hið sama
kemur einnig fyrir í náttúrunni, en þar er það ekki
beinlínis tilverustríðið milli tegundanna, sem ræður
breytingunum, heldur er það barátta milli einstak-
linga af öðru hvoru kyninu innbyrðis, sem kemur
þessu til leiðar; vanalega eru það karldýr, sem
keppa hvert við annað og berjast sín á milli um
æxlunina við kvenndýrin. Af þessu leiðir, að þau
dýr. sem eru sterkust eða falla kvenndýrunum bezt
i geð, geta af sér flest afkvæmi, en hin fátt eða
ekkert; það, sem fyrrum hefir verið feðrunum til
hagnaðar í þessari keppni, gengur í erfðir til af-
komendanna, og vissir eiginlegleikar geta þannig
safnazt saman á öðru kyninu. pað er mjög al-
gengt, að karldýrin hafa sérstök vopn, sem kvenn-
dýrin ekki hafa, og berjast svo til kvenna; horna-
lausir hirtir eða sporalausir villihanar mundu varla
geta af sér margt afkvæmi. þ>ess konar barátta
út úr kvenndýrunum er mjög algeng í dýraríkinu,
einkum þó hjá þeim dýrum, sem lifa í fjölkvæni.
Tímarit hins islenzka Bókmenntafjelags IX. 10