Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 18
146
Krókódílategund ein berst öskrandi um fengitím-
ann, hornsílin vegast á með hornunum, er þau vilja
ná í hrygnurnar, laxarnir berjast líka, og jafnvel
margar skordýrategundir. Hjá fuglunum erkeppn-
in opt allt öðru vísi, kvennfuglarnir taka sér helzt
þá bændur, sem syngja bezt, eða þá, sem falleg-
astir eru á litinn. þ>essir eiginlegleikar ganga svo
í erfðir til hvatfuglanna, svo þeir eru optast betri
söngfuglar en kvennfuglarnir, eða þeir eru skraut-
legri á litinn eða hafa aðra einkennilega fjaðra-
prýði.
Ch. Darwin kemur með mörg dæmi til þess
að sýna, hvernig úrvalning náttúrunnar fer fram,
og meðal annars nefnir hann hunangskirtla jurt-
anna. Hjá sumum plöntum smitar sætur vökvi
hingað og þangað út úr þeim, jurtin losast þannig
við efni, sem eru henni skaðleg, ef þau staðnæm-
ast innan í henni; skorkvikindin hænast að þessum
vökva, sjúga hann og eta hvar sem þau geta náð
í hann, en fjarri fer því, að heimsóknir þeirra séu
allt af jurtinni til gagns. Setjum nú svo, að sætur
vökvi fari á einhverri plöntutegund að smita út úr
innanverðu blóminu; skordýrin, sem þangað sækja,
bera þá með sér óafvitandi blómdust frá einni jurt
til annarar; fjarlægir einstaklingar geta þannig
frjóvgað hver annan. Nú er það margreynt, að
afkomendur þeirra einstaklinga, sem innan hverrar
tegundar eru fjarskyldastir, eru sterkastir og líf-
vænlegastir. þ>ær jurtir, sem mest hafa af hun-
angsvökva í blómunum, lokka til sín flest skordýr-
in, æxlast optast á víxl, og framleiða heilbrigt af-
kvæmi, sem smátt og smátt bætir hunangskirtlana;
eins hljóta þau blóm að fá flest og sterkast af-
kvæmi, þar sem duptberar og duptvegir eru svo
settir, að skordýrin eiga hægt með að komast að