Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 19
147
æti sínu. Skorkvikindin hafa þannig beinlínis á-
hrif á byggingu blómanna, á hunangskirtlana og
æxlunarfærin, og það er bæði dýrunum og jurtun-
um til hagnaðar, að hvert hagar sér eptir öðru,
enda sjást þess óteljandi dæmi í náttúrunni, að
bygging blóma og skordýra er hnitmiðuð niður
eptir því, sem hentugast er fyrir hvorutveggju.
Lítil breyting á byggingu blómanna og skordýr-
anna getur opt haft mestu þýðingu. Býflugurnar
eru mjög starfsamar og eyða engum tíma til ó-
nýtis: þær bíta því stundum gat neðan á blómin
til þess að ná í hunangið, af því það mundi verða
dálítið tafsamara að fara inn um blóm-ginið ; það er
því mjög áríðandi fyrir hverja býflugnategund, að
hún sé svo byggð, að hún nái sem fljótast í hun-
angið, því þá getur hún fljótar alið upp ungana og
komið þeim á legg, og kynið eykst svo fljótar og
útbreiðist fljótar heldur en hjá þeim býflugum, sem
seinni eru í snúningum. Krónupípurnar á rauð-
smára (Trifolium pratense) sýnast í fljótu bragði
vera mjög líkar krónunum á annari smárategund,
sem heitir „Trifolium incarnatum11; þó getur hin
vanalega býfluga (apis mellifica) hæglega náð hun-
anginu úr seinni tegundinni, en alls ekki úr rauð-
smáranum; þangað koma að eins villibý eða randa-
flugur, og þó þykir vanalega býjunum rauðsmára-
hunangið allt eins gott eins og hitt; það kemur
líka stundum fyrir, að b}Hn sjúga hunangið út úr
rauðsmáranum um göt, sem randaflugurnar hafa
gjört á blómin. ítalska býflugan, sem er lítilfjör-
lega frábrugðin vanalegu býjunum, kvað geta sogið
hunangið úr rauðsmára, af því raninn er dálítið
lengri. par sem mikið vex af rauðsmára, væri því
mjög hentugt fyrir býflugurnar að hafa lengri
10*