Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 20
148
rana, og ef nú randaflugur eru fáar í þeim héruð-
um, þá væri mjög hentugt fyrir smárablómin, ef
þau væri víðari og styttri, svo býflugurnar gætu
komizt að þeim. Af þessu sést, hve náið samband-
ið er á milli byggingar skordýra og blóma.
Eins og drepið var á hér á undan, er afkvæmi
þeirra dýra eða jurta, sem náskyld eru, vanalega
lélegra en hinna, sem fjarskyldari eru, en þó af
sömu tegund eða af náskyldum kynbrigðum.
Flestar plöntur eru tvikynja; í sama blómi eru
duptberar (karlkyn) og duptvegir (kvennkyn), og
því mætti ætla, að hver þess konar jurt frjóvgaði
sjálfa sig, en ætti engin mök við aðra einstaklinga;
og þó er það mjög algengt, að jurtir frjóvgast á
víxl. Darwin sýnir fram á, að það er mjög nauð-
synlegt fyrir margar tegundir, að fá frjóvgun af
fjarlægari einstaklingum, þó þær sjálfar séu tví-
kynja. Allir vita, hve skaðlegt það er fyrir marg-
ar jurtir, ef of mikill raki kemst inn i blómin, og
þó eru svo fjölda mörg blóm opin og öndverð á
móti illviðri og rigningu, einmitt af því það er svo
nauðsynlegt fyrir þau endur og sinnum að fá að-
koinið blómdust til frjóvgunar. Sumstaðar eru
blómin lokuð og æxlunarfærin hulin langt niðri í
blómi, en þá er allt af einhvern veginn séð fyrir
því, að skorkvikindi hæglega geti komizt þar að,
og borið dustið á milli. Stundum eru þó dupt-
hirzlur blómanna svo útbúnar, að þegar þær eru
þroskaðar, beygjast þær að örinu og frjóvga jurt-
ina; þetta er auðsjáanlega útbúið til þess að sjálfs-
æxlun geti átt sér stað, en stundum verður þessi
hreyfing að eins fyrir tilstilli skorkvikindanna.
Mjög opt eru þó blómin svo úr garði gerð, að þau
alls ekki geta frjóvgað sjálf sig, duptvegir og dupt-
berar þroskast t. d. á mismunandi tíma í sama
/