Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 22
150
náttúran er í sífelldu stríði, að afkvæmi þeirrar
tegundar dafni bezt og fjölgi mest, sem breytist
mest, af því verkin skiptast þá svo vel og allt er
notað sem nota má. A þennan hátt verða kyn-
brigði tegundanna allt af meiri og augljósari, loks-
ins skapast af þeim nýjar tegundir, og líkingin
milli hinna yztu greina af hinum upprunalega ætt-
stofni verður allt af minni og minni. Hinar al-
gengustu tegundir af þeim flokkum, sem taka yfir
stórt svæði jarðarinnar, breytast mest, og þessir
yfirburðir í breytingunum ganga að erfðum til ept-
irkomendanna, hinar minni tegundir og ófullkomn-
ari deyja smátt og smátt út og hverfa, og eins
milliliðirnir. Af þessu geta menn gert sér skiljan-
legt, hvernig stendur á mismun tegundanna, og
jafnvel, hvernig skyldleika alls hins lifanda er varið.
í>ó vér ekki undrumst það vegna vanans, þá er
það þó í sjálfu sér undrunarvert, að hugsa um það,
að það skuli vera hægt að raða öllum dýrum og
jurtum niður í tegundir, ættir og flokka, og að allt
hið lifandi skuli vera samanhangandi festi og sí-
rennandi fullkomnunarstraumur frá hinu lægsta til
hins hæsta. f>ví þurfti þessi líking og þetta skyld-
leika-útlit að vera. Hefði hver tegund verið sköpuð
fyrir sig, þá væri líkingin eptir okkar sjónum mein-
ingarlaus; hið náttúrlega kerfi verður að hafa ein-
hverja orsök.
þ>að er þó ekki alveg rétt samlíking, að segja,
að allar lifandi verur séu samanhangandi festi, frá
hinu lægsta til hins æðsta; skyldleikinn í hverjum
flokki er miklu fremur eins og tré með ótal grein-
um og kvistum. Kvistirnir með brumi og græn-
um blöðum, það eru tegundir, sem nú eru í blóma
hfsins; þeir eru vaxnir upp af kvistum og frjóöng-
um fyrri ára; það eru hinar útdauðu tegundir, sem