Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 23
151
voru grundvöllur þeirra, er nú lifa; á hverju sumri
vaxa nýir kvistir, þróast og reyna að yfirbuga ná-
granna sína, alveg eins og tegundirnar keppa hver
við aðra. Greinar trésins, sem kvíslast í allar átt-
ir, hafa fyrrum verið litlir og blómlegir kvistir, með-
an stofninn var ungur; þannig mynda greinarnar
margkvíslað samband milli hins elzta og yngsta,
milli bolsins og blaðanna; þetta líkist mjög inn-
byrðis sambandi hinna eldri og yngri tegunda í
hverjum flokki. í fyrstu var tréð lítill buskur mað
mörgum greinum; af þessum upprunalegu greinum
eru nú örfáar eptir, en þessar hinar fáu kvíslast
mjög i allar áttir; líkt er ástatt í náttúrunni; af teg-
undum þeim, sem lifðu á hlnum fyrstu jarðöldum,
hafa að eins fáar átt afkvæmi, sem enn þá lifir;
flestar greinir af hinu elzta dýra- og jurtaríki eru
kulnaðar út, en þær sem lifa, hafa tekið þess meiri
þroskun og blóma. A stóru tré visna margar
greinir og deyja út; eins hafa heilar ættir, hópar
og flokkar dáið, en steingjörfingar þeirra finnast
hér og hvar í jarðlögunum. Stunduum sjást neðar-
lega á trjábolnum, langt frá öðrum greinum, gamlar
greinar hálfvisnaðar, sem þó hafa lítilfjörlegt brum
og fáein blöð hér og hvar, þó lítið sé lífsmark með
þeim; eins eru til einstöku afgamlar tegundir, fjar-
lægar öllu því sem nú lifir, en líkar frumtegundum
fyrri tíða: þær hafa kúrt einhverstaðar á afvikn-
um stað og ekki orðið fyrir [of mikilli keppni eða
of sterkum óvinum, og hafa svo lítið eða ekkert
breytzt um margar jarðaldir, eins og t. d. breiðnefur
(ornithorynchus), „iepidosiren“ o. fl. Brumið á trénu
framleiðir á hverju ári nýja stöngulhluta og ný
blöð, og hvers árs gróður bætist við annan; þeir
blaðhnappar vaxa og breiðast út, sem hraustastir
eru og taka líf og þrótt frá hinum veikbyggðari; á