Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 26
154
nota sér allt það til lífs, sem hægt er að nota, en
mjög óbrotin og einföld lífsskilyrði gjöra það að
verkum, að tegundirnar standa í stað. þ»að er nokk-
uð líkt ástatt þegar menn hugsa um hinn mikla
mismun, sem er á milli einstakra liða í hinum
stóru dýraflokkum. Undir hryggdýraflokkinn telj-
ast meðal annars bæði spendýr og fiskar; þessir
flokkar geta sjaldan átt í nokkurri verulegri sam-
keppni innbyrðis, og þó nú spendýrin í sinni röð
komist á hið æðsta fullkomnunarstig, þá hefir það
engin áhrif á fiskaflokkinn og þá fullkomnunar-
stefnu, sem hann hefir tekið. Hin fremsta fullkomn-
un spendýranna er bundin við vöxt og viðgang
taugakerfisins; en nú segja h'ffræðingar, að til þess
að taugakerfið endurbætist, þurfi nóg af heitu blóði,
en þetta er aptur bundið við öndun með lungum;
þau spendýr, sem í sjó lifa, standa þá í sumu tilliti
eiginlega lægra en fiskarnir, eptir þeim lífsskilyrð-
um, sem fyrir hendi eru; þau þurfa sí og æ að
sækja lopt upp á yfirborðið, og geta því aldrei eins
fullkomlega lagað sig eptir sjónum eins og fiskarn-
ir. Fullkomnun hjá einhverjum dýraflokki þarf eng-
an veginn að leiða af sér, að flokkar, sem lægra
eru settir, eyðist og deyi út, lífsskilyrðin eru svo
fjarstæð. að hvorugur getur hindrað annan, og fram-
förin, sem er hinum æðri dýrum til gagns í öðru
tilliti, væri þeim beinlínis til trafala, ef þau ættu að
keppa við hin lægri; samkeppnin er ávallt hörðust
hjá þeim dýrum, sem eru náskyld að byggingu.
Orsakirnar til þess, að svo mörg dýr hafa staðið
í stað, eru eflaust margs konar; stundum hefir það
getað komið fyrir, að lítil eða engin afbrigði hafa
komið fram, þau sem til gagns máttu verða; stund-
um hafa dýrin lifað svo afskekkt eða út af fyrir
sig, að ekkert tækifæri var til samkeppni; einstöku