Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 27
155
sinnum hefir byggingunni farið aptur, en optast
hefir líklega framför í byggingunni verið annað-
hvort óþörf eða jafnvel skaðleg, þegar lífsskilyrðin
voru mjög einföld.
4. Orsakir til breytinga. Vér höfum hér að
framan talað um breytingar þær, sem verða á dýr-
um og jurtum, og hvernig þær safnast saman, svo
af því gjörast kynbrigði og tegundir; en enn þá
höfum vér mjög lítið getið um það,hvernig á breyting-
um þessum stendur, enda eru menn enn þá mjög ó-
fróðir um þau efni. Nokkur afbrigði koma ef til
vill af breytingum á ytri lífsskilyrðum, t. d. á lopts-
lagi, fæðu o. s. frv., en þó heldur Darwin, að þetta
hafi miklu minni áhrif, en menn ætla, og færir ýms
rök fyrir því; hér þarf eflaust að taka margtannað
til greina, og er þetta allt mjög margbrotið.
þ»ess hefir fyr verið getið, að ýms líffæri vaxa
'Og styrkjast við brúkunina, en verða lélegri þegar
þau eru ekki brúkuð; þetta sést á sumum alidýr-
um (vængir tamdra anda). Slíkt hið sama hefir ef-
laust átt sér stað í náttúrunni. Stórir fuglar, sem
á jörðu lifa, fljúga optast að eins til þess að kom-
ast hjá hættu; nú hafa ýms þau fuglakyn lifað á
eyjunum í úthafinu, sem ekki geta flogið, t. d. eins
og dronte (didus) á Isle de France, móafugl (dinor-
nis) og kiwi (apteryx) á Nýja-Sjálandi o. s. frv., og
heldur Darwin, að fuglar þessir hafi ekki þurft að
óttast neina óvini, hafi þvi eigi notað vængina og
þeir orðið óbrúkandi til flugs, en aðrir hlutar lík-
amans hafa þá notið þess styrks og þeirrar nær-
ingar, sem vængirnir annars hefðu fengið. Strút-
arnir lifa á eyðimörku og geta ekki flogið, en þeir
hlaupa ákaflega fljótt og geta varið sig með fót-
um og vængjum. A Madeira eru yfir 500 tegundir
af bjöllum; Wollaston hefir tekið eptir því, að af