Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 28
156
þéim eru 200 tegundir með öllu ófle} gar, af því
vængirnir eru svo ófullkomnir; af 29 bjölluættum
þarlendum geta 23 ekki flogið; þetta heldur Dar-
win komi sumpart af því, að vængirnir hafa ekki
verið notaðir, og sumpart af úrvalning náttúrunnar,
af þvi fljúgandi skordýr með veika vængi geta
hæglega fokið á sjó út á h'tilli eyju, þar sem er
jafn-veðrasamt eins og þar; þau skordýr af öðrum
flokkum á Madeira, sem geta flogið, hafa aptur á
móti mjög stóra og sterka vængi, og kemur þar til
greina vaninn að berjast á móti vindinum og úr-
valning þeirra sem bezt geta flogið. Moldvörpur
og mörg önnur dýr, sem lifa niðri í jörðinni, hafa
mjög lítilfjörleg augu og sjá iha eða alls ekki; þetta
kemur af því, að dýr þessi hafa um ótal aldir ekki
þurft að nota augun. Fjölda-mörg dýr, sem lifa í
hellrum neðanjarðar, t. d. í Kárnthen í Austurríki
og Kentucky í Ameríku, eru blind eða illa sjáandi;
ef þessi dýr, sem lifa í hellrunum i þessum fjarlægu
löndum, hefðu verið sérstaklega sköpuð til að búa
á slíkum stöðum, gæti maður ímyndað sér, að bygg-
ing þeirra væri lík, þó fjarlæg séu; en þvi fer fjarri
að svo sé; dýrin á hverjum staðnum eru að bygg-
ingu sinni líkust þeim dýrum, sem lifa í héruðun-
um þar í kring, en alveg ólík hinum, sem lifa í
hellrum annarstaðar. Af þessu er auðséð, að dýr,
sem áttu þar heima í kring, hafa ummyndazt eptir
þeim breyttu lífsskilyrðum, sem þau urðu fyrir.
Schjödte segir um skordýrin í hellrum þessum: ,,þau
eru greinar af dýralífinu, sem er þar í kring; sum
eru mjög lík dýrunum, sem nálægt búa og eiga
heima í hellismunnunum; önnur ólíkari eru löguð
fyrir rökkurdimtnuna, en þau eru einkennilegust
og mest frábrugðin, sem búa i fullkomnu myrkri“.