Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 29
157
Hellrar þessir eru ákaflega stórir, margar mílur á
lengd og í ótal krókum neðanjarðar.
Ef einhver sérstakur hluti líkamans breytist, þá
hefir það mjög opt áhrif á aðra hluta líkamans;
þau líffæri, sem eru lík eða hafa líkan starfa á
hendi, verða fyrir sömu breytingum; hægri og vinstri
hlið líkamans breytist á sama hátt, og eins fram og
apturlimir; likir hlutar eru einnig gjarnir á að vaxa
saman, t. d. eins og krónublöðin hjá mörgum jurt-
um; harðir líkamspartar hafa áhrif á hina linari
o. s. frv. Menn vita sáralítið um það, hvernig þess-
ari samlíðan líffæranna er varið, en opt kemur þetta
mjög skringilega fram, mjallahvítir kettir hafa
t. d. blá augu, dúfur með fiðraða fætur hafa opt-
ast fit milli tánna, ein tegund af tyrkneskum hund-
Um er háralaus og tannlaus; þegar blómin eru mis-
munandi að byggingu í blómkörfu, eins og t. d.
á baldursbrá, þá hefir það optast áhrif á æxlun-
arfærin; hjá sumum tegundum af ,.pelargóníu“ kem-
ur það fyrir, að dökkir blettir á krónublöðunum
hverfa, en þá ummyndast blómin og hunangskirtlun-
um kopar í vexti. Eitt er það, sem kemur til
greina við breytingarnar: það er jafnvægi vaxtarins,
það er að segja náttúran neyðist til spara sumt til
þess að geta verið eyðslusöm i öðru. J>etta sést
opt ágætlega á alidýrum og ræktuðum jurtum;
það væri t. d. til of mikils ætlazt, ef menn vildu að
kýr færi að mjólka betur og fitnaði um leið; kálteg-
und með feitum og nærandi blöðum á illt með að
framleiða mikið af olíu-fræum; þegar kjarnarnir
minnka í ávexti, þá verður ávaxtakjötið meira o.s.frv.
í náttúrunni er opt mjög örðugt að sjá áhrif þau,
sem þetta jafnvægi vaxtarins gerir, því breytingarn-
ar geta svo hæglega hafa orsakazt af öðru, en víst
er það, að kynbætur náttúrunnar stefna Hka að því,