Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 30
158
nð spara, þar sem það er til nota fyrir tegundina;
stundum verður breyting á sparnaðarstefnu náttúr-
unnar, þegar eitthvert dýr breytir lifnaðarhætti sin-
um, því þá verður næring óþörf til ýmsra líffæra,
sem áður voru gagnleg, en kemur þá öðrum til
nota, sem áður þurftu þess síður.
Ymsir náttúrufræðingar hafa tekið eptir því,
að þau líffæri eru einna breytilegust hjá hverju dýri
og hverri jurt, sem opt takast upp aptur eða eru
mörg að tölu sams konar, t. d eins og hryggjarliðir
hjá höggormum eða duptberar hjá plöntum. Dar-
win sýnir líka fram á það, að hvert það líffæri,
sem sérstaklega er fullkomið eða einkennilegt hjá
einhverri tegund, er mjög breytilegt, þegar það er
borið saman við sams konar líffæri hjá skyldum teg-
undum. Einkenni eða afbrigði tegundanna eru
breytilegri heldur en einkenni heilla ætta; ef teg-
undirnar af einhverri plöntuætt hafa sumar rauð
blóm en sumar blá, þá mundi engum náttúrufræðingi
þykja það undarlegt, þó litir þessir kæmu stundum
fram báðir hjá einhverri tegundinni, af því þetta
eru að eins tegundareinkenni, en ef öll ættin að eins
hefði blá blóm, þá mundi það þykja mjög óvana-
legt, ef einhver tegundin gæti af sér kynbrigði með
rauðum blómum. Karldýr og kvenndýr eru opt
mjög ólík hvert öðru í ýmsu, sem ekki beinlínis
snertir æxlunina; það er mjög algengt, að slík ein-
kenni eru miklum breytingum undirorpin; karlfugl-
arnir i hænsnaflokkinum eru t. d. opt miklu ólíkari
hver öðrum innbyrðis heldur en kvennfuglarnir,
og kemur þetta ef til vill af því, að þessi einkenni,
sem eiga rót sína að rekja til kappsins milli karl-
fuglanna, eru ekki orðin eins föst og stöðug eins
og hin, sem vanalega úrvalning náttúrunnar og til-
verustríðið hafa framleitt.
•