Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 31
159
pess hefir verið getið hér að framan, að dúfu-
tegundir eru mjög breytilegar og að menn hafa
með kynbótum búið til margar nýjar tegundir, sem
þó allar eru upprunnar frá klettadúfunni, en eru
nú orðnar henni algjörlega ólíkar. þ>á kemur það
eigi sjaldan fyrir, að dúfur af foreldrum, sem eru
fullkomlega frábrugðnir klettadúfunni að skapnaði,
fá ýms einkenni ættmóður sinnar, þó þau hafi ekki
komið fram hjá milliliðunum. fetta apturhvarf til
hins forna (atavismus) er mjög algengt hjá mörg-
um dýra- og jurtategundum, og einkenni frumteg-
undarinnar koma ekki að eins fram í 2. og 3. lið,
heldur jafnvel í þúsundasta lið eða enn lengra
fram; þessi tilhneiging til apturhvarfs er opt ákaf-
lega sterk, og einkenni forfeðranna geta stundum
kornið fram þegar minnst varir og varla nokkur lík-
indi sýnast til þess. Ef einhver tegund hefir að eins
einu sinni blandazt saman við aðra skylda tegund,
þá koma stundum einkenni þessa aðskotadýrs apt-
ur fram hjá eptirkomendum kynblendingsins í
tólfta eða jafnvel tuttugasta lið; ef þetta verður í
tólfta lið, þá er þó, eins og vanalega er sagt, ekki
nema 7*048 af blóði aðskotadýrsins í því, sem verð-
ur fyrir apturhvarfsbreytingunni; það er eins og
einkenni þessi séu á huldu og komi ekki fram
nema stöku sinnum eptir langan tíma. fað er
mjög algengt, að hestar hafa mön eptir hryggnum,
einkum þegar þeir eru bleikir eða mósóttir, og
stundum koma fram mjóar þverrákir á fótunum, og
sjást þær bezt á ungum folöldum; eins kemur það
fyrir, að asnar og múlasnar hafa rákir á fótum og
annarstaðar; þetta telur Darwin dæmi upp á „ata-»
vismus“. Zebradýr og aðrar náskyldar hestateg-
undir villtar eru allar röndóttar, og öll líkindi eru