Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 34
Iti2
ikorna yfir í fljúgandi íkorna; flugíkornar hafa flug-
húð milli apturfóta og út á hala, svo þeir geta sér að
skaðlausu svifið frá einu tré til annars; þetta er
þeim til mikils gagns, því bæði verða þeir fljótari að
ná sér fæðu, komast betur undan óvinum og meiða
sig ekki, þó þeir detti; það er því ekkert undarlegt,
þó þær breytingar hafi komið fram og haldizt, sem
gerðu vanalegan íkorna að flugíkorna. Flugaparnir
(Galeopithectis) hafa flughúð alla leið frá hausnum
aptur á hala og út á fingur, en þeir eru langir, svo
flughúðin verði sem stærst. Darwin heldur, að leð-
urblökur, séu af sömu ættkvísl komnar eins og
flugaparnir og kynbætur náttúrunnar hafi sífellt
gert eina grein ættarinnar betri og betri til flugs,
uns leðurblökurnar urðu til. f>að sjást alstaðar í
náttúrunni ótal dýr af sama flokki náskyld, sein
hafa mjög ólíkan lifnaðarhátt og því samsvarandi
byggingarlag; eins hafa opt dýr úr ýmsum fjarlæg-
um flokkum líkan lifnaðarhátt og þvi samsvarandi lík-
ingu í byggingu sumra líffæra. Festar krabbateg-
undir, skelfiskar og kuðungar lifa í sjó og vatni, en
þó eru allmargar tegundir af þessum flokk-
um, sem lifa á landi. þ>að eru fljúgandi dýr af
öllum flokkum: fljúgandi fuglar, fljúgandi spendýr,
fljúgandi skorkvikindi, fljúgandi skriðdýr og jafnvel
fljúgandi fiskar. Ef nú það væri hentugt og kyn-
bætur náttúrunnar smátt og smátt gengju í þá stefnu,
að flugfiskar yfirgæfu vatnið og flygi eingöngu í
loptinu, eins og fuglar, og ef nú milliliðirnir væru
horfnir af jörðinni, hverjum mundi þá detta í hug,
að þetta væru afkomendur af sjófiskum, sem í
fyrstu höfðu stóra eyrugga í vængja stað og not-
uðu þá að eins til þess að lypta sér upp úr vatn-
inu, svo þeir kæmust undan óvinum sínum?
þ>að sýnist í fyrstu vera mjög ótrúlegt, að jafn-