Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 35
163
fullkomin og samsett líffæri eins og augu hinna
æðri dýra skuli vera komin fram og mynduð af
kynbótum náttúrunnar; en þegar litið er á allar
stigbreytingar þessa líffæris, frá hinu lægsta til hins
hæsta, og hugsað um það, að hinar minnstu breyt-
ingar til batnaðar geta verið hverju dýri til mesta
hagnaðar, þá verður þetta ekki eins ótrúlegt eins
og það sýnist í fyrstu. Hinar allralægstu lifandi
verur eru ekki annað en lífkvoðukekkir, og þar er
ekki hægt að finna neinar taugar eða önnur líffæri;
þó hafa menn tekið eptir því, að skepnur þessar
sýna nokkra viðkvæmni, þegar Ijós feliur á þær;
einstakir hlutar lífkvoðunnar verða nú sí og æ
viðkvæmari og móttækilegri fyrir áhrif ljóss-
ins; við það myndast smátt og smátt vegir
fyrir ljósið og loks taugar, sem áhrif ljóssins
berast eptir. A lægsta stigi er augað ekkert ann-
að en taugarendi með gagnsærri húð og nokkrum
lituðum „sellum“ eða kornum í kring, og þar er
enginn ljósbrjótur eða neitt því um líkt. 'Jourdain
hefir sýnt fram á það, að augað getur jafnvel verið
á enn lægra stigi; þar vantar sjóntaugina, og sjón-
færið er ekki annað en lituð korn, sem liggja í lífkvoð-
unni. Með þess konar augum geta dýrin ekki séð
neitt verulegt; þau geta að eins greint myrkur frá
ljósi og sjá að eins litla skímu. Á sumum kross-
fiskategundum er í litlaginu (pigmentinu) dálítil lægð
með gagnsærri kvoðu, sem er hvelfd að framan,
eins og hornhúð á auganu hjá æðri dýrum; Jourdain
heldur ekki, að auga þetta framleiði neina sérstaka
mynd, en ljósgeislarnir brotni og sameinist í þessu
verkfæri, svo áhrif ljóssins verðá glöggari; þarna
hefir augað gert fyrsta stig til fullkomnunar, því
nú er mest komið undir því, að endi sjóntaugar-
11*