Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 37
165
unar, gleypa líka lopt, svo það fer niður í sund-
magann og hefir þar áhrif á smágjörvar blóðæðar,
svo þar er öndunin tvenns konar. Hjá fiskunum
sjáum vér, að sundmaginn, sem upprunalega var
ætlaður til léttis og upplyptingar i vatninu, tekur
að sér annan verknað, nefnilega öndunina; líffræð-
ingar hafa sýnt, að sundmagi fiskanna og lungu
hinna æðri dýra eru samskonar (homolog), hið sama
hvað frumbyggingu og verknað snertir; það eru þv
öll líkindi til, að hryggdýr með lungum séu komin1’
aí syndandi sjávardýrum með sundmaga, enda er
hægt að finna milliliði í skapnaði þessa líffæris, eins
og annara. Hjá hinum æðri hryggdýrum eru tálkn-
in horfin, en á fóstrunum sjást þó ættarmerkin
glögglega, því þar sjást enn leifar af tálknaopum,
og slagæðarnar á hálsinum ganga í bugðum, eins og
þær. sem til tálknanna ganga hjá fiskunum. Hvar
sem litið er á dýra- og jurtarikið, sést það, að líf-
færi opt breyta starfa (function) eptir kringumstæð-
um, og eins, að líffæri, sem hafa mismunandi mynd
og uppruna, hafa sama starfa, og er það einkar-
þýðingarmikið að hafa þetta allt af hugfast, þegar
menn hugsa um uppruna tegundanna og breyt-
ingar.
Náttúrufræðingurinn Cope í Ameríku hefir sýnt,
að sum dýr hafa stöðuga tilhneigingu til æxlunar á
of ungum aldri; af þessu leiðir, að einstöku dýra-
tegundir tímgast áður en þau eru alþroskuð og
vaxin og fyr en þau hafa náð fullkominni mynd
foreldra sinna; þetta hlýtur á endanum að hafa þau
áhrif, að tegundin verður úrkynja og hin fullkomn-
ari myndunarstig hverfa smátt og smátt, af því þau
verða óþörf. Aptur á móti breytast sum dýr alla
æfi, hætta aldrei fullkomlega vextinum og æxlast
seint; hausbeinin í sumum selategundum eru allt