Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 38
1(56
af að taka nokkrum breytingum alla æfi þeirra;
horn hjartanna fá fleiri og fleiri greinar með a’.dr-
inum; tennurnar i sumum eðlum breyta lögun
sinni með aldrinum og margir krabbar taka tölu-
verðum breytingum alla æfi; af þessu leiðir, að kyn-
bætur náttúrunnar fást mest við þau einkenni, sem
koma fram á fullorðinsárunum, og hlaupa heldur
yfir fyrri breytingarstigin, sem þá hverfa með tím-
anum.
Darwin lætur ekki hjá líða að minnast á allar
hinar Örðugustu mótbárur móti hans eigin kenningu,
og reynir að sýna, hvernig ráða megi þessar gát-
ur samkvæmt úrvalning náttúrunnar. þ>að er t. d.
mjög illt að skilja í því, hvernig rafmagnsfærin eru
til orðin hjá rafmagnsskötum, hrökkálum o. s. frv.,
því það er ekki hægt að segja, hvaða breytingar
hafa komið því til leiðar, að þessi líffæri mynduð-
Ust, og vér vitum 'neldur ekki með vissu, til hvaða
gagns þau eru hjá sumum rafmagnsfiskum, þó þau
séu til varnar og áhlaupa hjá sumum. Rafmagns-
færi þessi eru mjög lík vöðvum, bæði hvað snertir
innri byggingu, taugar o. fl. í hvert skipti sem
vöðvi dregst saman, verða menn varir við rafmagns-
strauma. Dr. Radcliffe segir, að rafmagnsfærin
á hiökkviskötunni ffrpedo) séu hlaðin af raf-
magni, þegar hún heldur kyrru fyrir, alveg á sama
hátt eins og vöðvarnir; rafmagnshögg skötunnar
eru alveg hið sama, eins og rafmagnsstraumar þeir,
sem fylgja hrey'fingum vöðvanna og hreyfingartaug-
unum; þau eru að eins sterkari. þ>að er þvi Hklegt að
þessi einkennilegu líffæri séu ekkert annað en um-
myndaðir vöðvar, en menn þekkja enn þá allt of
ilia byggingu þessara dýra og skyddra tegunda, til
þess að hægt sé að gjöra fullnaðar-úrskurð í þessu
máli. Sömu örðugleikum er það bundið að komast