Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 39
167
að þvi, hvernig lýsandi verkfæri eru til orðin hjá
sumum skorkvikindum.
í nokkrum krabbaflokkum geta fáeinar tegund-
ir lifað á landi, og hafa þess vegna sérstaklega
löguð öndunarfæri, en meginþorri þeirra dýra lifir,
sem kunnugt er, í sjó og vatni, og andar með
tálknum. Fritz Miiller rannsakaði ýmsar krabba-
dýra-ættir, og fann, að líffæri þeirra, t. d.
skynjunarfæri, æðakerfi, meltingarfæri, tálkn
o. fl., voru í öllum aðaleinkennum mjög lík;
en þegar hann fór að skoða þau af þessum
dýrum, er á landi lifa, fann hann, að öndunarfæri
þeirra voru mjög mismunandi, þó öll önnur líffæri
væri mjög lík eins og hjá skyldum tegundum í
vatni eða nærri alveg eins. Likingin í byggingu
flestra líffæranna kemur af því, að þessar krabba-
ættir eru af sama ættstofni og tegundirnar hafa
fengið mörg sameiginleg einkenni að erfðum, en nú
lifa flestöll krabbadýr í sjó eða vatni, og eru því
lítil líkindi til, að frumdýrin hafi lifað á landi. Lopt-
öndunarfæri sumra tegunda eru þá seinna til kom-
in, af því nauðsynin rak sumar tegundir til þess
smátt og smátt að breyta lifnaði sínum og lifa á
landi; en nú er það líklegt, að fleiri en ein tegund
hafi jafnhliða farið að ummjmdast í landdýr, og þá
var það eðlilegt, að öndunarfærin yrði mismunandi
hjá ýmsum óháðurn tegundum, því það voru mis-
munandi partar líkamans, sem eptir kringumstæð-
unum breyttust í öndunarfæri. Sérhver breyting á
tegundinni er komin undir tvennu: undir eðli skepn-
unnar, sem fyrir breytingunni verður, og undir lífs-
skilmálunum. Kynbætur náttúrunnar hafa því hér
jafnhliða fengizt við bréytingar á mismunandi líf-
færum; en þessar breytingar stefna þó að því, að
framleiða verkfæri til hins sama starfa, þó verkfær-