Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 40
168
in séu ólík að uppruna og myndun. Claparede hefir
á sama hátt sýnt, að hjá maurum (acaridœ), sem
hafa króka til þess að festa sig með, þá eru krók-
ar þessir hjá ýmsum tegundum fram komnir á mis-
munandi hátt af ýmsum hlutum likamans. Af þess-
um dæmum sést, að náttúran opt nær tilgangi sin-
um á ýmsan hátt, hvort heldur skyldar eða óskyld-
ar tegundir eiga í hlut.
Eins og fyr hefir verið frá sagt, er það nauð-
syn fyrir margar plöntur, að duptkornin flytjist milli
blómanna, þó tvíkynjuð séu, og eru skorkvikindi
optast miðlarar á milli; til þess að þetta fái fram-
gang, eru blómin mjög margvíslega útbúin og bygg-
ing sumra er opt frábærlega merkileg, og margir
hlutar blómsins ummyndaðir á ýmsan hátt. Jurt
ein af brönugrasaflokknum, sem heitir Coryanthes,
hefir t. d. mjög einkennileg og stór blóm. Blað
það í blóminu, sem kallað er vör (labellum), er holt
að framan, eins og krús eða kyrna; fyrir ofan smit-
ar vatn út úr dálitlum leppum, og lekur ofan í krús-
ina; þegar kyrnan er milli hálfs og fulls af vatni,
rennur út úr henni gegnum einkennilega lagaðan
stút eða vör. Efri hlutinn á blaðinu (labellum) beyg-
ist upp á við og út yfir vatnskrúsina ; þessi hluti
blaðsins er holur að innan með tveim opum til hlið-
anna; inni í holunni eru kjötkenndir flipar. Nátt-
úrufræðingurinn Crúger, forstöðumaður grasagarðs-
ins í Trinidad, hefir nákvæmlega rannsakað og at-
hugað þessa jurt; hann sá opt á morgnana, aðteg-
und ein af villibýjum (Euglossa), safnaðist að blóm-
um þessum, ekki til þess að sjúga hunang, heldur
til þess að naga flipana uppi í holunni fyrir ofan
vatnsfötuna, en þegar býin voru að reyna að kom-
ast að, duttu þau þráfaldlega ofan i vatnið; vængir
þeirra urðu þá svo votir, að þau gátu ekki flogið