Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 41
169
burt úr vatnsfötunni, en urðu að skríða út um kyrnu-
stútinn; arið og duptkekkirnir eru þar fyrir ofan
og þröngt á milli, svo flugurnar neyðast til að
nugga sér upp við arið og duptið, til þess að kom-
ast í gegn; þannig berst duptið á milli, ef dýrið
kemur í annað blóm og verður þar líka að skríða
í gegnum stútinn1. Jurt þessi getur ekki frjövgast
á annan hátt. Onnur jurt af sama flokki, sem heitir
Catasetum, hefir líka byggingu eins og Coryanthes,
en þó enga vatnskyrnu. Býflugur naga þar leppa
á vörinni, en snerta þá viðkvæman rana eða typpi,
sem stendur í sambandi við duptkekkina, svo þegar
komið er við typpið, hendast duptkekkirnir sem
kólfi væri skotið beint á býfluguna, og festast á henni;
blóm þessi eru einkynja, og berst duptið með bý-
unum á kvennblómin.
Allur þessi merkilegi útbúningur á blómunum
er smátt og smátt kominn fram við eintómar smá-
ar en hentugar breytingar. Darwin segist vera
hissa á því, hve marga milliliði sé hægt að finna
hjá lifandi jurtum og dýrum, jafnvel þó slíkur ótölu-
legur grúi af tegundum sé dáinn út fyrir löngu.
Ný líffæri með sérstaklegri byggingu koma aldrei
fram allt f einu, enda segir gamalt spakmæli, að
náttúran jafnan fari sér hægt (natura non facit sal-
tum) ; það er hnyttilegt, er Milne Edwards segir :
náttúran er eyðslusöm í því, er snertir breytingar,
en nízk á nýjungum.
Hvernig stendur á því, að engin fullkomin
nýung ólík öllu öðru kemur fyrir í byggingu líffær-
anna? Ef hve r lifandi vera væri sérstaklega sköpuð
1) Mynd og nánari lýsing á þessari merkilegu jurt er í bók
Darwins: On the various contrivances by which british and
foreign orchids are fertilized. 2. Ed.