Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 42
170
fyrir þær kringumstæður er hún lifir i, því eru þá
allar skepnur á einu bandi, eins og samfastur hlekk-
ur, frá hinu æðsta til hins lægsta? þ>etta verður að
eins skiljanlegt með því, að hugsa sér kynbætur og
úrval náttúrunnar, sem ekki getur farið hart en verð-
ur hafa smá áhrif, sem ganga seint en þó á endan-
um ná tilganginum.
í>að er opt illt að skilja i þvi, hvernig þau
líffæri eru fram komin, sem eru þýðingarlítil fyrir
tegundina; þau sýnast beinlínis striða á móti úrvals-
lögum náttúrunnar; en á hinn bóginn erum vér
sjaldan færir um að segja, hvað er fullkomið og
hvað er ófullkomið, og hvaða þýðingu sérhver hluti
líkamans hefir; þess hefir t. d. fyr verið getið, að
jafnlítilfjörlegir eiginlegleikar, eins og smáhár á á-
vöxtum, og háralitur spendýra, getur haft mikla þýð-
ingu fyrir tegundirnar. Halinn á gíraffanum er í
laginu eins og lítill blævængur, og er eingöngu
notaður til þess að hrekja burtu flugur og önnur
skorkvikindi; það sýnist undarlegt, að úrvalning
náttúrunnar skuli geta haft áhrif á jafnlítilmótlegt
verkfæri; en það er engan veginn víst, að vér höf-
um nokkurn rétt til þess að fyrirlíta halann á gíraff-
anum; þess hefir fyr verið getið, að útbreiðsla naut-
gripa í Suður-Ameríku er bundin við útbreiðslu
ýmsra flugnategunda, og það er því engan veginn
óhugsanlegt, að það sé og hafi verið mjög þýðing-
armikið fyrir ’tegundina, að geta bandað frá sér
skaðlegum skorkvikindum. Dýr, sem hafa eitthvert
varnarverkfæri móti flugum, eiga hægra með að út-
breiðast um stór beitilönd, og geta bitið með miklu
meiri ró en hin dýrin, sem sífellt kveljast af árás-
um skordýranna, geta ekki etið, meiðast, horast og
drepast. f>ess konar líffæri, sem oss þykja Htilmót-
leg, geta líka opt hafa verið einkar þýðingarmikil