Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 43
171
fyrir eldri frumtegundir, og hafa svo gengið í erfðir
til eptirkomendanna, þó þeir síður þyrftu þeirra við;
aptur á móti hverfa þeir eiginlegleikar forfeðranna,
sem eru beinlínis skaðlegir fyrir eptirkomendurna
vegna breyttra lífsskilmála. Sumar smábreytingar
á byggingunni geta líka komið af öðru en beinum
kynbótum náttúrunnar; þær geta komið af aptur-
hvarfi til fornra mynda, af innbyrðis áhrifum líffær-
anna hvert á annað, þegar þau eru að vaxa, og af
mörgum fleiri orsökum, og hefir verið getið um sumt
af því hér á undan.
Sumir segja, að fjölda margar myndanir í nátt-
úrunni séu til einskis gagns, en að eins til skrauts,
til þess að gleðja auga mannsins, og til þess að
hafa tilbreytingu eða svo sem fyrir fordildar
sakir. f>að er reyndar satt, að sumar mynd-
anir eru til eipskis eða lítils gagns fyrir tegundina;
æn það sannar engan veginn, að breytingar þessar
séu að eins ætlaðar til augnagamans fyrir mennina
eða til þess að gjöra náttúruna fjölskrúðuga. Menn
verða að muna eptir því, að mestur hluti skapnað-
arins hjá hverri tegund gengur að erfðum ; þegar
litið er á náttúruna, eins og hún er nú, þá sést það
glögglega, að hver hlutur er á réttum stað í hin-
um mikla búskap náttúrunnar, en þó hafa margir
eiginlegleikar gengið að erfðum, sem ekki standa
beinlínis í neinu nánu sambandi við lifnaðarhátt teg-
undanna, eins og hann nú er. þ>að er t. d. ekki hægt
að segja, að samskonar bein í handlegg apans, í
framfæti hestsins, í vængjum leðurblökunnar og í
hreifum selanna, séu þessuin dýrum öllum til sama
gagns; það er óhætt að segja, að þessar myndanir
séu arfur frá fyrri tímum; bygging sérhverrar lif-
andi skepnu er beinlínis eða óbeinlínis nauðsynleg
æða hefir einhvern tíma verið nauðsynleg. Að feg-