Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 44
172
urðin i náttúrunni sé til orðin mannanna vegna, er
óhugsanlegt, ef menn gæta nákvæmlega að náttúr-
unni. Fyrst og fremst er nú fegurðartilfinning
mannanna mjög breytileg; einum þykir það fagurt
sem öðrum þykir ljótt; ýmsar þjóðir hafa t. d. mjög
mismunandi mælikvarða, þegar dæma skal um feg-
urð kvenna. Ef fagrir hlutir að eins væruskapaðir
mannana vegna, þá yrðu menn fyrst að sanna, að
fegurð náttúrunnar hefði verið minni á jörðunni áð-
ur en maðurinn kom fram á skoðunarsviðið; ætli að
hinir stóru kufungar frá „eocene“-tímanum eða
ammonítarnir frá „secundera“ tímanum, hafi verið
skapaðir svo fagurlega, til þess nokkrir náttúrufræð-
ingar eptir mörg hundruð aldir gætu dázt að þeim
á gripasöfnunum? Kísilskeljar hjá „díatómeum“ eru
opt undra fagrar og reglulegar, en þó svo smáar,
að þær sjást ekki með berum augum. Blómin eru
einhver hin mesta prýði náttúrunnar, litirnir eru svo
fagiir og stinga svo vel í stúf við grænu blöðin; blóm-
in eru þó engan veginn orðin svo fögur vegna
mannanna, heldur að eins til þess, að skorkvikindin
þess betur geti tekið eptir þei.u, sótt þangað fæðu
sína og um leið borið blómdustið á milli; sumstaðar
ber vindurinn duptið milli blómanna, og þá eru
blómin allt af mjög ósjáleg, lítil og græn, eins og
blöðin. Sumar plöntur hafa tvenns konar blóm; önn-
ur blómategundin er opin, fögur, lituð og með hun-
angskirtlum, og þangað koma skorkvikindi; hin
blómtegundin er græn, lokuð og kirtlalaus; þangað
koma skorkvikindin aldrei. Ef skordýrin væru ekki
til á jörðunni, þá mundu heldur ekki vera til nein
fögur blóm; þau mundu þá öll vera ósjáleg, eins og1
hjá grasaættinni, netlum o. fl. Sama er að segja
um ávextina: þeir eru sumir fagurlega litaðir, kjöt-
kenndir og ætir, til þess að fuglar og önnur dýr