Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 46
174
tegundum úr stærra landi; í stóru landi eru fleiri
tegundir og tilverustríðið harðara, svo mælikvarði
fullkomnunarinnar verður þar hærri en í litla land-
inu; tegundir úr stóra landinu verða því vanalega
sterkari og færari en hinar.
Einn af mótstöðumönnum Darwins hélt þvf
fram, að langlífi einstaklingsins væri mikill hagn-
aður fyrir hverja tegund, og því ætti eðlilega hver
einstaklingur að keppa að þv( marki, að lifa sem
lengst. En þetta er hreinn og beinn misskilningur.
f>að er ekki líf einstaklingsins, sem allt af hefir
svo mikið að þýða í náttúrunni, nema að því leyti
sem það hefir þýðingu fyrir tegundina; það er teg-
undin, sem fullkomnast og lífi einstaklingsins er ó-
tal sinnum fórnað til hagsmuna fyrir tegundina.
Lægri dýr og tveggja ára jurtir deyja á hverju
hausti í köldu löndunum, en þó einstaklingurinn
deyi, lifir þó tegundin yfir veturinn í fræjum og
eggjum, og getur svo látið hæfilegleika sína og ein-
kenni ganga að erfðum öld fram af öld, einmitt af
því kynbætur náttúrunnar hafa gert líf einstaklings-
ins mátulega stutt. Náttúran stefnir að því, að gera
líf tegundarinnar langt og framkvæmir það með því,
að gera breytingar eptir kringumstæðunum, ef þess
þarf; en hvort líf einstaklingsins er stutt eða langt,
er þýðingarlaust i samanburði við líf tegundarinnar.
Kynbætur náttúrunnar stefna því alls ekkiaðþví, að
gera einstaklingana ianglífa.
Náttúrufræðingurinn Bronn hefir komið með þá
mótbáru, að sum einkenni séu svo ónauðsynleg
fyrir tegundina, að þau geti ekki verið komin fram
við úrval náttúrunnar; hann tekur t. d. mismunandi
lengd á eyrum og hölum ýmsra músategunda.
Grasafræðingurinn Ncigeli heldur því fram, að mörg
af þeim einkennum, sem greina tegundir jurtanna