Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 47
hverja frá annari, séu alvesf ónauðsynleg fyrir þær.
Menn verða, sem fyr hefir verið tekið fram, að fara
mjög varlega i að segja, að eitthvert h'ffæri eða hluti
líkamans sé alveg ónauðsynlegur eða hafi aldrei
verið til neins gagns á fyrri tímum, og auk þess
hefir það heldur aldrei verið skoðun Darwins, að
allar breytingar væru fram komnar af beinni úr-
valning náttúrunnar. Vöxturinn hefir mikla þýðingu
fyrir jurtir og dýr; hvert líffærið þrýstir á annað,
og kemur þannig fram breytingum, fæðustraumarnir
hafa mismunandi rennsli og eru mismunandi miklir,
og eins er samlíðun líffæranna opt orsök til mikilla
breytinga; ef lífsskilyrðin breytast og efnin í fæð-
unni, þá getur það líka haft töluverð áhrif á bygg-
ing líffæranna. Hvað eyru músanna snertir, þá eru
þau engan veginn gagnslaus. Dr. Schöbl hefir sýnt,
að taugarnar i músareyranu eru mjög fullkomnar
og margkvíslaðar, og að mýsnar nota eyrun eins
og tilfinningarverlcfæri; þá verður mismunur á eyrna-
lengdinni engan veginn þýðingarlaus, og ekki er
heldur víst, að halarnir séu alveg gagnslausir, því
sumar músategundir hafa mjög viðkvæma griphala.
Hvað mótbárur Nágelis snertir, þá bendir Darwin
á það, að menn til skamms tíma ekki höfðu neina
hugmynd um mörg og margbrotin líffæri hjá brönu-
grösunum, sem menn nú fullkomlega geta skilið til
hvers eru; þau standa flest í sambandi við heim-
sóknir skorkvikindanna; hið sama getur átt sér stað
með önnur líffæri jurtanna, að nytsemi þeirra er
enn þá ókunn. Fjölda margar breytingar á líffær-
um jurtanna eru að skoðun Darwins alls ekki komn-
ar fram við úrval náttúrunnar, heldur að eins sam-
kvæmt vaxtarlögmálinu. Darwin heldur, að mörg
þau einkenni jurta, sem menn taka mikið tillit til
við skiptingarnar, t. d. eins og blaðaskipun, skipt-