Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 48
176
ingar blómsins og eggjahylkisins, staða eggjanna
o. m. fl., hafi fyrst komið fram sem hreyfanlegar og
óstöðugar breytingar, er síðan hafi orðið stöðugar
af ytri kringumstæðum og kynblöndunum, án þess
úrvalslögin hafi haft nokkur veruleg áhrif. Mörg
einkenni jurta, sem grasafræðingar te)ja þýðingar-
mikil, þegar þeir raða niður tegundum, hafa litla
þýðingu fyrir líf og framfarir jurtanna, þó þau séu
orðin stöðug og gangi í erfðir.
Dýrafræðingurinn Mivart kom með ýmsar mót-
bárur á móti kenningum Darwins um úrvalning nátt-
úrunnar, en Darwin hrekur þær allar; hér yrði of
langt að telja helztu ágreiningsatriðin þeirra á milli,
og ætla eg að eins að nefna fáein.
f>að er algengt, að sum skorkvikindi eru að
lögun og lit mjög lík grænum eða fölnuðum blöð-
um, kvistum eða kalviði, blómum, þyrnum o. s. frv.
þ>etta er allt gert til þess, að dýrin geti falizt fyrir
óvinum sinum. Mivart segist ekki skilja, hvernig
slíkar breytingar séu í fyrstu til orðnar, og nær
smáeinkenni í þessa stefnu gátu farið að verða að
svo miklu gagni fyrir tegundirnar, að kynbætur
náttúrunnar gátu farið að verka. Darwin segir, að
hjá sumum skorkvikindategundum hafi hlotið frá
upphafi að vera einhver líking við einhvern af öll-
um þeim mörgu hlutum, sem í kring voru, og undir
eins og þess konar líking hjá einhverri tegund gat
orðið til skjóls og verndar, þá völdust þær skepnur
til lífs, sem svo voru gerðar, og hinir heppilegu
eiginlegleikar jukust. Stóru dýrin eru ekki lík
neinum einstökum hlutum, en hafa þó opt lit eptir
náttúrunni í kring, og skýla sér svo fyrir óvinum.
Verstu óvinir skorkvikindanna eru fuglarnir; þeir
hafa miklu betri sjón en vér, og þess vegna er það
stórkostlegur hagnaður fyrir skorkvikindin, að likj-