Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 50
178
koma fram í gómnum, og eru festar með beygjan-
legum himnum við kjálkana. Nef gæsanna er odd-
ótt og sagtennt í röndina, svo þær geta bitið gras; í
nefi toppandanna (Mergus) eru líka smátennur bognar
aptur á við, svo þær eiga hægt með að grípa fiska.
f>annig má fá nóga milliliði í þessum fuglaflokki, frá
smávörtum eða höptum á nefröndinni yfir í beygjan-
legar langar flögur. Darwin heldur nú, að líkar
breytingar og ummyndanir hafi orðið hjá hvölunum;
sumir hvalir, eins og t. d. Hyperoodon bidens, hafa
engar eiginlegar tönnur, en í þeirra stað smáar bein-
eða hornkenndar vörtur í gómnum, sem hjálpa þeim
til að grípa fæðuna; ummyndanir á þess konar horn-
tittum heldur Darwin, að á endanum hafi getað
orðið að skíðum, því hver ein breyting til batnaðar
í byggingu skíðanna hlaut að verða hvölunum til
hagnaðar, af því þeir þá urðu færari um að ná
fæðunni.
Lúðurnar eru mjög ólikar öðrum fiskum, af þvi
líkaminn er ójafnhliða; þær synda og liggja á hlið-
inni, flestar á vinstri hlið, sumaráhinni hægri; neðri
hliðin er hvít, en hin efri dökk, augun eru bæði á
efri hlið. Meðan fiskar þessir eru kornungir, eru
báðar hliðarnar eins, litur þeirra er hinn sami og
sitt augað á hvorri hlið og þá synda þeir uppréttir,
en brátt fer neðra augað að færast til, uns það er
komið yfir um röndina og á hina hliðina. Af því
lúðurnar synda á hliðinni með botninum, er það full-
komin nauðsyn fyrir þær, að augun séu á efri hlið,
því annars væri neðra augað gagnslaust, og gæti
auk þess hæglega meiðzt af steinum og ójöfnum á
botninum. Liturinn á efri hliðinni er vanalega alveg
samlitur botninum, svo kolar og lúður geta á þann
hátt dulizt fyrir óvinum sínum. Mivart segir, eins
og satt er, að flutningurinn á auganu geti ekki orðið