Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 54
182
eintómum smábreyting'um. Orsökin til þess, aðfóst-
ur dýranna eru framan af svo lík, er sú, að forfeður
þessara tegunda hafa tekið breytingum eptir hina
fyrstu æsku, og hafa svo breytingarnar gengið að
erfðum til eptirkomendanna á tilsvarandi aldurs-
skeiði; fóstrin sýna því hina liðnu þroskun og breyt-
ingarsögu tegundanna.
6. Hvatir og skynsemi dýranna. þ>að er mjög
eptirtektavert, hve skynsöm breytni dýranna opt
getur verið í ýmsar stefnur, en opt er þó aðgjörð-
um þeirra svo háttað, að ekki er hægt að segja,
hvort þau hafa meðvitund og vitneskju um þýðingu
og árangur sinna eigin gjörða; menn sjá t. d. ný-
fædd dýr gjöra ýmislegt, sem sýnist bera vott um
töluverða skynsemi, og þó hafa þau enga æfingu og
enga reynslu, hafa aldrei séð það fyrir sér sem þau
gera, og gjöra það þó jafn vel eins og fullorðin dýr;
þetta kalla menn eðlisávísun, hvatir, eða á útlendu
máli „instinct“; en það er næsta örðugt að segja,
hvað er skynsemi hjá dýrunum eða hvað er náttúru-
hvöt; hvorutveggja fellur opt saman og blandast,
svo ekki er hægt að greina hvað frá öðru. Sumir
hafa líkt hvötunum við vanann, og er það ef til vill,
ekki íjarri lagi; margar gjörðir vorar og störf verða
smátt og smátt að vana, framkvæmdin leiðist af van-
anum hugsunarlaust, og það stundum beint á móti
kröfum viljans og skynseminnar, einn verknaður
leiðir annan af sér, hvað rekur annað, eins og hljóð-
fall í söng; ef einhverjum fipast í kvæði, þá verður
hann opt að byrja aptur á upphafinu, til þess að
geta komizt aptur á hinn vanalega rekspöl. Hvatir
dýranna haga sér stundum álikan hátt. Náttúrufræð-
ingurinn P. Huber athugaði einu sinni orm(lirfu), sem
var að vefa margbrotinn vef; ormurinn var nýbyrj-
aður á vefnum og var kominn stutt; Huber tók þá