Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 57
185
en smáfuglar, af því þeir eru optar áreittir heldur
en hinir litlu.
þ>að liggur næst, að athuga hvatir og skyn ali-
dýranna, sem svo lengi hafa verið undir umsjón
mannanna, enda má margt af því læra. þ>að hefir
opt verið tekið eptir því, að andlegir eiginlegleikar
alidýranna taka töluverðum breytingum, og breyt-
ingarnar ganga í erfðir. Fiestir kettir veiða aldrei
annað en mýs, sumir eingöngu rottur, sumir smá-
fugla; sumir hafa vanizt á að drepa héra og kanínur.
Hjá hundum hafa menn tekið eptir, að ýmsar breyt-
ingar á skapferli hafa gengið í erfðir og eins ýms-
ar venjur foreldranna, sem þegar koma fram hjá hvolp-
unum áður en þeir hafa fengið nokkra reynslu eða
kennslu; menn hafa með því að blanda saman ýms-
um hundakynjum getað fengið fram nýjar breytingar
og blandanir á skapferli, hvötum og venjum, alveg
eins ogmenn geta framleitt ý'ms einkenni á líkam-
anum. Náttúruhvatir breytast mjög eða hverfa hjá
dýrum, þegar þau eru tamin; sumir alifuglar sýna
mjög litlar tilhneigingar til þess að liggja á eggj-
um og unga út, og hafa þeir þó eflaust haft þessa
hvöt jafnsterka meðan þeir voru villtir, eins og aðrir
fuglar; tamin hænsn eru sjaldan mjög hrædd við
hunda og ketti, af því þau eru orðin þeim vön, en
villihænsn reyna strax að forða sér, þegar þau sjá
slíka óvini; kjúklingar villihænsnanna á Indlandi
(Gallus bankiva) eru mjög styggir, þó tamin hæna
hafi ungað þeim út. þ>að er víst, að náttúrlegar
hvatir hafa myndazt hjá alidýrunum, en aðrar hafa
horfið, sumpart af vana, sumpart af áhrifum mann-
anna, sem hafa breytt þessu með kynbótum, og
það stundum ósjálfrátt; optast hefir líklega vani og
úrvalning unnið í sameiningu að því, að breyta
hvötunum.