Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 59
187
upprunalegu venju, sem forfeður gaukanna hafa
haft, að unga sjálfir út eggjum sínum. Gaukarnir
eru farfuglar og fara fyr á stað úr varplöndunum
en aðrir fuglar; þetta gætu þeir ekki eins, ef þeir
ættu sjálfir að sjá um alla unga sina. Egg gauks-
ins eru furðu-smá og ekki stærri enn egg þeirra
fugla, sem eru 4 sinnum minni en gaukurinn; þetta
er mjög hentugt fyrir gaukana, því þá verða eggin
jafnstór eggjum smáfuglanna, sem þau eru saman
við; egg Ameríku-gauksins, sem opt ungar sjálfur
út eggjum sínum, eru miklu stærri. Gaukategund-
ir Astralíu verpa eggjum sínum í hreiður annara
fugla, vanalega einu í hvert, en þó stundum 2 eða
3; egg sumra þeirra eru mjög mismunandi að stærð,
og eins er litur þeirra mjög breytilegur; þegar
gaukar þessir láta egg sín í opin hreiður, velja
þeir þau hreiður, þar sem eggjaliturinn er líkur.
Á þessu sést, að meðal gaukanna eru ýms millistig
í hvötum og venjum, og eins hvað snertir stærð og
lit eggjanna; þar fylgjast að hentugar breytingar
bæði f andlegu og líkamlegu.
Nokkrar fuglategundir af ættinni Molothrus
hafa sama sið eins og gaukarnir; þessir fuglar eru
þó óskyldir gaukunum, en náskyldir hröfnunum eða
þó heldur störrunum. Eptir því sem náttúrufræð-
ingurinn Hudson segir um tegundina Molothrus
badius, þá lifa þessir fuglar stundum í hópum, stund-
um saman tveir og tveir; stundum byggja þeir sér
sjálfir hreiður, stundum taka þeir hreiður annara
fugla og kasta út eggjum og ungum, verpa síðan
eggjum sínum i stolna hreiðrið; en stundum byggja
þeir, þó undarlegt sé, annað hreiður ofan á hið
gamla, og verpa þar. Onnur tegund at sama kyni
(M. bonariensis) verpir ávallt eggjum sfnum í hreið-
ur annara fugla, en stundum hafa menn séð marga