Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 60
188
fugla af þessari tegund fara sameiginlega að byggja
stórt hreiður, mjög ólögulegt, en hætta svo við og
verður ekkert af; stundum verpa þeir svo mörgum
eggjum í sama fuglshreiðrið, jafnvel 15—20, að
ekkert af þeim ungast út; þegar þeir hitta fyrir
önnur egg í hreiðrinu, hvort sem þau eru af þeirra
eigin tegund eða annara fugla, þá höggva þeir göt
á þau eða velta þeim út. Kýrstarrinn (M. pecoris)
hefir alveg sama vana eins og gaukurinn; hann
verpir aldrei meira en einu eggi í hvert hreiður.
Ovíða mun hægt að finna hjá einni ætt jafnglögg
og hægt líðandi millistig í náttúruhvötum. Sumir
aðrir fuglar verpa eggjum í annara hreiður ein-
stöku sinnum á milli, þó það sé enginn algildur
vani. Nokkuð líkur er vani strútsfuglanna; nokkr-
ar strútshænur sameina sig og verpa sameiginlega
í eitt hreiður, en karlfugl leggst á eggin og ungar
þeim út, svo fara þær þaðan og verpa meiru í
annað hreiður, og svo koll af kolli. Sumar bý-
flugutegundir eru sníkjudýr og verpa eggjum
sínum i bú annara tegunda; býflugur þessar hafa
breytt byggingu sinni samkvæmt þessari sníkjuhvöt;
þær hafa engin verkfæri til þess að safna saman blóm-
dusti, og geta því ekki sjálfar alið upp ungviði sitt.
Sumar maurategundir hafa þræla, sem vinna
fyrir þá og eru þeim alveg ómissandi; þetta er ein-
hver hin merkilegasta hvöt, sem menn þekkja hjá
nokkru dýri. P. Huber athugaði þetta fyrstur á
maurategundinni Formica rufescens; maurflugur þess-
ar mundu drepast og tegundin hverfa, ef þær hefðu
enga þræla, því þær eru alveg komnar upp á
þrælana og geta ekki án þeirra verið. Hvatar
flugur og frjóvsamar kvennflugur gjöra alls ekkert;
ófrjóvar kvennflugur vinna ekki að öðru en að ná
þrælum, eru ákafar í því og duglegar, en kunna