Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 61
189
ekkert annað að gera; þær geta hvorki búið til
maurabú né alið upp ungviðið; ef gömlu híbýlin
eru orðin ónýt, þá smíða þrælarnir nýtt maurabýli
og bera húsbændur sína þangað. Húsbændurnir
eru alveg ósjálfbjarga, ef þeir enga þræla hafa;
Huber tók 30 maurflugur af þessari tegund og lét
þær á afvikinn stað; lét hjá þeim víur og púpur og
fekk þeim þá fæðu nóga, sem þeim þykir bezt; en
maurarnir höfðust ekki að og sumir þeirra drápust
beinlínis úr hungri, af því þeir gátu ekki matað sig
sjálfir; en undir eins og þangað var settur einn þræll,
komst allt í lag aptur; þrællinn hlúði að víunum og
mataði bæði þær og húsbændur sína. J>rælarnir eru af
allt annari tegund, sem heitir Formica fusca. þ»ó
nú þeir náttúrufræðingar, sem hafa rannsakað lifn-
aðarhátt þessara dýra, væru fullkomlega áreiðan-
legir menn, þá segir Darwin, að sér hafi þótt þessi
hvöt til að hafa þræla svo undarleg og næsta ó-
trúleg, að hann fann sig knúðan til að rannsaka
það sjálfur, og reyndist það allt satt, sem um þetta
hafði verið ritað. Maurategund ein, sem heitir
Formica sangvinea, lifir sunnan til á Englandi; Dar-
Win skoðaði þar 14 roaurabú þessarar tegundar og
fann alstaðar þræla; það er hægt að taka eptir
lifnaðarhætti'þeirra; því húsbændurnir eru rauðir á
lit, en þrælarnir eru svartir og nærri helmingi minni.
Ef maurabúið er dálítið skemmt, þá koma húsbænd-
urnir út með þræla sína og búast til varnar; ef ví-
ur og púpur eru teknar út, þá hlaupa þrælarnir
þangað og reyna að bjarga þeim og færa á óhulta
staði; það er því auðséð, að þrælarnir skoða sig
sem heimamenn. þ>essi maurategund hefir optast
að eins fáa þræla og vinnur töluvert sjálf, aflar sér
fæðu og efnis til bygginga o. s. frv.; einu sinni sá
Darwin stóran hóp af húsbændum og þrælum fara