Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 63
191
bú af tegundinni F. fusca, og ætluðu svo að ala
upp ungana og gera úr þeim þræla.
það sést á því, sem hér hefir verið sagt, að
það er töluverður munur á þrælahaldinu hjá F.
sangvinea og hjá F. rufescens; þrælahaldið hjá hin-
um fyrnefndu er jafnvel mismunandi á Englandi
og í Sviss. f>að kemur fyrir, að ýmsar aðrar
maurategundir bera heim til sín hamskiptinga og
púpur af öðrum tegundum, þó þær hafi ekki þræla,
en safna þeim saman og geyma sér til matar; þó
getur það náttúrlega opt borið við, að púpur þessar
ungist út og fullorðnu aðkomu-maurarnir verði að
gagni við ýms innanhússtörf; þessi vani, að draga
púpur annara tegunda til sín og láta þær þroskast
þar, en gera fullorðnu dýrin að þrælum, hefir svo
hjá ýmsum tegundum orðið ríkari smátt og smátt,
af því það var gagnlegt fyrir vöxt og viðgang
mauraríkisins, og hjá einstöku tegundum hefir þessi
vani orðið svo algengur, að húsbændurnir hafa van-
izt af öllum verkum og kunna svo ekkert annað en
að rupla og ræna aðra maura, eins og tegundin
Formica rufescens.
pað er ekki hægt að hugsa sér neitt aðdáun-
arverðara en býflugnabúin; vaxhvolfunum er svo ná-
kvæmlega niður raðað, sem framast er unnt; stærð-
fræðingar hafa reiknað út, að hvolfin hafa þá lög-
un sem bezt getur hugsazt til þess að fullnægja
tveimur skilyrðum: að rúmið verði sem mest fyrir
hunangið og efnið sem minnst, sem þarf til bygg-
ingarinnar; mannlegur andi getur ekki útreiknað
neitt betra, og það er jafnvel mjög efasamt, hvort
nokkur maður getur gert vaxhólfin jafnnákvæmlega
eins og býflugurnar. fegar menn nú skoða vax-
smfði ýmsra býflugnategunda og bera þau saman, þá
má sjá stigbreytingu í þessari fullkomnun, svo þetta