Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 66
194
skiljanlegt, þó meðal þeirra séu kynlausir einstakl-
ingar, því það kemur opt fyrir meðal annara skor-
dýra, að sumir einstaklingar fæðast ófrjóir; ef það
nú væri hentugt fyrir maurarikið, að margir ein-
staklingar væru kynlausir, þá væri það ekkert sér-
lega undarlegt, þó þess konar maurum fjölgaði
samkvæmt vanalegum kynbótum náttúrunnar, en
hitt er örðugra að hugsa sér, hvernig um leið svo
stórkostlegar breytingar hafa orðið á öðrum líkams-
skapnaði þeirra; brjósthlutinn er öðruvísi lagaður,
vængina vantar og stundum augun, og auk þess
eru hvatirnar mjög ólíkar samkvæmt starfa þeim,
sem þessi dýr hafa á hendi. Menn sjá það opt á
alidýrum og villtum dýrum, að alls konar eiginleg-
leikar ganga að erfðum, sem eru eingöngu bundnir
við ýms aldurstig dýrsins eða við annað kynið.
Eiginlegleikar, sem ganga að erfðum til annars
kynsins, koma stundum að eins fram um stuttan
hluta æfinnar, meðan æxlunin stendur yfir; hjá sum-
um nautategundum stendur lögun hornanna í nánu
sambandi við ýmsa ófuilkomnun karldýranna o. s.
frv. þ>að er því ekki ómögulegt, að kynleysi sumra
skordýra leiði af sér ýmsar aðrar brej'tingar í lík-
amsbyggingunni; það sýnist að eins illt að skilja,
hvernig úrvaining náttúrunnar hefir getað safnað
saman þess konar eiginlegleikum, sem að eins
standi í sambandi við annað eðli dýranna en æxl-
unina, þó verður það skiljanlegra þegar maður
hugsar til þess, að úrvalning náttúrunnar ekki að
eins snertir einstaklinga, heldur líka alla ættina.
Að því er Verlot segir geta sum kynbrigði af vetr-
ar-levkoi af sér mjög mörg ófrjósöm blóm með
margföldum krónum, af því menn hafa með kyn-
bótum reynt að gera þau svo; þó koma fram allt