Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 67
195
af við og við einföld blóm frjósöm, sem viðhalda
tegundinni. Á sama hátt hugsar Darwin sér eðli
mauranna; kvenn- og karl-maurar hafa sömu þýð-
ingu eins og einföldu blómin, en margföldu ófrjó-
sömu blómunum má likja saman við vinnumaurana;
á báðum stöðum hefir úrvalning náttúrunnar verk-
að á ættina alla, en ekki eingöngu á einstakling-
ana; þannig hafa nytsamir eiginlegleikar fyrir heild-
ina orðið til. Lítilfjörlegar breytingar í byggingu
og hvötum, sem stóðu í sambandi við kynleysi
sumra einstaklinga, hafa orðið nytsöm fyrir allt
maurafélagið; af þessu leiddi, að kvenn- og karldýr í
slíku félagi þroskuðust betur, og svo gekk að erfð-
um til eptirkomenda þeirra tilhneiging til þess að
framleiða kynlausa einstaklinga með þessum kost-
um, sem maurabúinu voru i hag; þetta safnaðist
smátt og smátt saman, unz vinnuflugurnar urðu
mjög ólíkar hinum flugunum að skapnaði. Hjá
sumum maurategundum eru breytingarnar enn þá
margbrotnari, þvi þar skiptast vinnuflugurnar líka í
2—3 innbyrðis ólíka flokka. Hjá ættinni Eciton
eru vinnuflugurnar tvenns konar, vanalegar vinnu-
flugur og bardagaflugur, sem eingöngu fást við
hernað, og hjá Myrmecocystus í Mexico eru einnig
tvenns konar vinnuflugur; aðrar fara aldrei að
heiman, en láta hinar flugurnar fóðra sig; en út
úr þeim smitar hunangsvökvi, sem maurarnir sjúga
eins og vökvann af blálúsunum. í mörgum maura-
búum finna menn ýms smá-afbrigði á kynlausum
vinnudýrum, og hefir náttúrufræðingurinn F. Smith
sýnt, að slíkt er mjög aigengt hjá enskum maur-
flugum; afbrigði þessi snerta bæði lit og líkamslög-
un; hjá guluin maurum (Formica flava) eru t. d.
tveir flokkar af vinnuflugum, stórar og smáar, og
13*