Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 68
196
er töluverður raunur á byggingu augnanna á þess-
um tveimur afbrigðtim, en þó stigbreyting á milli;
þetta gefur vísbendingu til þess að skilja, hvernig
tvenns konar ólikar vinnuflugur eru til orðnar í
sama búi af smábreytingum, sem voru hentugar
fyrir mauraríkið. Wallace hefir á Indlandseyjum
rannsakað fiðrildategundir, sem eru að þessu leyti
líkar maurunum, því kvenndýrin eru þar tvenns
konar o. s. frv. Maurarikin eru að mörgu leyti
lík ríkjum mannanna, og það er mjög svo áríðandi
fyrir þau, að vinnunni sé skipt svo, að þeir ein-
staklingar eingöngu fáist við hvert verk, sem eru
bezt fallnir til þess, og þess vegna hefir úrvalning
náttúrunnar stefnt að því, að gera líkamsbyggingu
hvers dýrs sem hentugasta fyrir hið sérstaka verk,
sem því er á hendur falið, og svo hafa af sömu
tegund framleiðzt ýmsar ólíkar formur eptur verk-
unum.
Af rannsóknum Darwins sést það glöggt, að
andlegir eiginlegleikar dýranna geta verið breyti-
legir og breytingarnar geta gengið að erfðum.
Hvatir og skynsemi dýranna er þeim mjög nauð-
synleg, og breytt lífsskilyrði geta eins verkað á
lfkamsskapnaðinn, svo þær hvatir, sem eru nytsam-
astar fyrir hverja tegund, ganga að erfðum og
safnast saman; vaninn getur i þessu efni Hka haft
mikla þýðingu; hvatirnar breytast smátt og smátt,
eins og likamsbyggingin, og breytingar þessar og
þroskun eðlishvatanna væri óskiljanleg, nema
þetta allt væri bundið við úrvalslögmál náttúr-
unnar.