Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 69
Autobiographia
Drs. Magnúsar Stephensens.
(Brot).
Magnús Stephensen er borinn og barnfæddur að
Leirá í Borgarfirði á þriðjadagskvöld jóla, þ. 27.
desember 1762, og skírður í Leirárkirkju daginn
eptir, þann 28. desbr. s. á., að vitni jþorvalds prófasts
Böðvarssonar, útgefnu 2. janúar 1823, eptir embætt-
isbók og skjölum Melaprestakalls. Jeg get þar hjá
þess, að guðfeður voru sálugi amtmaður Magnús
Gíslason og hans frú þ>órunn Guðmundsdóttir, sýslu-
mennirnir Arnór Jónsson og Jón Eggertsson, og
lögþingisskrifari þ>orleifur Nikulásson, og að skírn
hans, lögum samkvæmt, framfór í kirkjunni, því for-
eldrar hans aðhylltust aldrei fyr nje síðar aflaga ó-
sið margra á seinni tímum, að skíra heldri manna
börn nauðsynjalaust í heimahúsum, heldur álitu sjer
skylt hátiðlega í guðs musteri með þessu sakramenti
að láta öll þeirra 7 börn innvígja og helga kristi-
legri trú.
Hjer skal nú víkja:
I. á ungdómsaldur Magnúsar Stephensens
allt til útsiglingar hans til Kaupmannahafnarháskóla.
Foreldrar hans, þau fyrir svo miklar fyrirtaks-
gáfur og dyggðir æfinlega elskuðu og víðfrægu
hjón, þáverandi visi-lögmaður í Norður- og |Vestur-
lögdæminu, síðan stiptamtmaður yfir íslandi Olafur