Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 70
198
Stephánsson og hans frú Sigríður Magnúsdóttir,
lögðu snemma alla alúð á, — með ráðum og aðstoð
afa Magnúsar og ömmu, amtmanns Magnúsar
Gislasonar og hans dyggðariku frúar fórunnar Guð-
mundsdóttur, til þeirra dauðádags í sambúð við fyr-
nefnd börn sin, foreldra hans — að mennta og siða
þennan unga svein, eptir því, sem hann þroskaðist,
til ásiðan að mega verða, ef forsjóninni svo þókn-
aðist, öðrum framar til stoðar og gleði ættar sinnar,
um hvað sjerlegar námsgáfur, sem skaparinn unnti
honum i arf að taka af báðum foreldrum sínum,
einkum af móður hans hjer dæmafáu, gáfu þeim
snemma líklega von, þar svipaðar strax á sveinsins
fyrsta ári Ijetu sig í ljósi og óvenjulega bráðgjörv-
ar, hverju til merkis skal telja, eptir frásögum, bæði
foreldra hans, fóstru og margra honum þá samtíða,
og enn lifandi manna, sem heyrt hafa hina þessu
lýsa, að sveinn þessi ekki einungis var altalandi árs-
gamall, heldur kunni orðrjett 30 sálmvers, þar á
meðal eitt, að minnsta kosti, langt, nefnilega : „í
dag eitt blessað barnið er“, undir hvert hann nærsta
jóladag eptir, þá honum var lofað í hirkju, og hann
brast 2 daga upp á árið, tjáist háróma tekið hafa,
þá sungið var í prjedikunarstól, sjálfsagt með meira
hljómi en lagi, og hljóðað með söfnuðinum. Eins
er mælt, að þar sjerleg óspekt hans fyrsta árið or-
sakaði, að móðir hans og fóstra rauluðu opt við
vöggu hans nokkur af ýmsum til hans gjörðum
vögguljóðum, til þess að svæfa hann við, hafi sveinn-
ínn ársgamall í vöggunni tekið undir og haft þau
yfir með þeim, og mælzt til, hver helzt af kvæðun-
um raula skyldi.
Ritara þessarar æfiminningar er ei par kunn-
ugt um framfarir og döfnun þessa sveins um hans
nærstfylgjandi æfiár, nema það eina, að ungdómur