Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 71
199
hans frá því á 3. aldursári varð undirorpinn marg-
víslegum og opt ítrekuðum þungum sjúkleika, sem
lagði hann hvað eptir annað í langar og strangar
legur, 7 og 8 vikum saman, og leiddi opt rjett að
dauðans dyrum, eins og sjerlegt sóttnæmi varð hon-
um fylgjandi, og langvarandi heilsuveiki langt fram
á hans manndómsskeið, að fertugsaldri. jpegar hann
kornungur rjetti samt við aptur, var það stöðug á-
hyggja hans beztu foreldra, að fá svein þenna sem
bezt menntaðan. Hversu snemma hann varð vel
lesandi, er þar um vottur, því það er víst, að fimm
vetra gamall og úr því stöðugt las hann alla dag-
lega húslestra, eins í Vídalíns-postillu, í foreldra-
húsum. Af annari ungdómsmenntun hans veit rit-
arinn nú ekkert að segja, nema þeirri, ,að hann var
æfður við lestur í bókum margvíslegs efnis og lát-
inn utanbókar læra fjölda af bænum og sálmum,
sem mjög auðvelt varð, þvi sjerlegt næmi var hon-
um, einkum í æskunni, lánað, en þótt hvergi nærri
jafnt hans sálugu móður dæmafáa hjer á landi, svo
hann ekkert vers lesa eða heyra þurfti nema einu
sinni til þess að kunna það, nema máske þau lengstu
tvisvar. Hans sáluga móðir þar á móti þurfti ekki
að heyra nema einu sinni langloku-ljóð, brúðkaups-
og erfiljóð í veizlum lesin, til þess að muna og
kunna þau orðrjett á eptir. Eptir eina langa sjúk-
dómslegu í ungdæmi hans, fannst samt hans sálugu
móðir ekki næmi hans sama, en þótt ætíð sjerlega
gott1........................................................
1) Hjer vantar kafla í handritið, 2 blöð, sem hafa glatazt.
Ólafur Stefánsson fluttist með tengdaföður sinum, Magnúsi
amtmanni Gíslasyni, að JBessastöðum vorið 1766; hafði Magnús
amtmaður þá látið reisa þar steinhús það, sem þar er enn, og
þar dó hann og kona hans sama árið (1766), hún 9. ágúst, en
hann 3. nóvember. títg.