Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 73
201
1777—78, eptirmaður hans við amtsins skrifstofu hjá
föður hans, Páll Hjálmarsson, síðan rektor á Hól-
um og seinast prestur til Staðar á Reykjanesi. fó
nú sveininum findist tilsögn þessa manns og þáver-
andi lærdómur hans miklu styrðari og rírari en
bróður hans, Halldórs, lagði hinn samt með góð-
semd alla alúð fram við hann, og sá eini vetur varð
Magnúsi til meiri uppfræðingar, en 3 nærstliðnir
hjá Olafi, einkum hvað latínskan stýl snerti, lestur
og skilning á góðum latínskum ritgjörðum og skálda-
verkum. Með grísku var lítið eitt byrjað af Páli og
Jóhannes guðspjallamaður í henni yfir farinn svo
vel, að Páll ljet sjer það lynda; en að hann annað-
hvort sjálfur var þá í henni tæpur, ellegar um of
óvandlátur með hennar analysin, má ráða af því,
er síðar segir. Við latínskan kveðskap æfðist sveinn-
inn fyrst hjá honum og varð bráðlega í þær til-
raunir sólginn. Yfir höfuð að segja tendraðist á ný
við Páls kennslu um einn vetrartíma sú lærdóms-
lyst hjá Magnúsi, til hvers náttúran hafði honum veitt
góðar námsgáfur, Halldór tímanlega örfað þær og
æft, en Olafur kæft þær og vanhirt í 3 vetur.
Magnús Stephensen var af Guðlaugi prófasti
J>orgeirssyni konfirmeraður í Bessastaða kirkju
1776, þá á 14. aldursári.
A sumrum og ella þegar eitthvað lá við, vandi
faðir hans sveininn við alls háttar búsýsl og heima-
störf hispurslaust, eptir því sem hann til þeirra
magnaðist, svo sem kálgarða- og heyjastörf, sjávar-
verk og fiskiverkun, smalamennsku hrossa og kúa,
sendifarir og selflutninga m. fl., og var hann til
alls þvílíks starfs og slarks fús og fýrugur, og
snemma bráðgjörr og frumvaxta ; allt eins mögnuð-
ust hans sálargáfur yfrið tímanlega. Náttúran hafði
þegar á ungdómsaldri ljent honum góð og hvell