Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 74
202
sönghljóð, fullorðnum rómsterk og karlmannleg, enda
æfði faðir hans þau stöðugt—sjálfur liðugur og góð-
ur söng- og hljóðfæramaður og framúrskarandi á sinni
tíð við langspilsleik, en á yngri árum bljes hann
vel á hljóðpípu — kendi hann honum öll þau vönd-
uðustu andleg og veraldleg lög, söng með honum
tvísöng jafnaðarlega í rökrum og optar, vandi hann
við, frá hans 8. aldursári, að byrja öll lög, vers og
sálma við húslestra, við hvað hann lagfastur varð ;
ljet hann, eins og þau börn sín öll, sem komust
fram yfir æskuskeið, læra langspilsleik og söng opt
undir með þeim. Allra þeirra náttúrufar hneigðist
og til sönglistar, á hverri og öllum hljóðfærum þau
höfðu miklar mætur, og þegar á unga aldri, frá
1771—80, lærði Magnús sæmilega að blása á flautu
{flautravers) af lagsbróður sínum á Bessastöðum, og
meðuppalningi í grend við Sviðholt, Pjetri Valentín
Klów, stjúpsyni stiptamtmanns Thodals, síðan kap-
teini við landherinn og vegameistara i Stafangurs-
amti í Norvegi; unntust þeir sveinar mjög alla æfi
og voru tíðum saman í uppvexti beggja, sem beztu
fóstbræður. Var Klów og svo mörgum mannkost-
um gæddur, að sæmd var að vináttu við þvílíkan.
Á efri árum sínum vanrækti Magnús sitt flöjtu-spiJ
og tók hana upp einstökum sinnum, helzt við lífsins
sorglegu tilfelli, af hverjum hans seinni ár voru svo
auðug. Samt er það merkilegt, að niðjar og ætt
Stefáns prófasts Olafssonar frá Vallarnesi hingað til
hafa að erfðum tekið betri sönghljóð og enn í dag
telja fleiri söng- og hljóðfæramenn en máske nokk-
ur ætt önnur í þessu landi. Á orgelspil Magnúsar
skal síðar víkja, sem heyrandi til hans manndóms-
aldurs.
Haustið 1778 auðnaðist honum sú heill að kom-
ast til lærdómskennslu að Skálholti, til þess orð-