Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 75
203
lagða, hálærða og bezta kennara, biskups Hannes-
ar Finnssonar. Hans sjerlega ástúð, nákvæmni og
alúð við Magnúsar beztu uppfræðingu í öllu, sem
krefst til góðs undirbúnings gáfaðs skólalærisveins
undir verðuga og heiðurlega dimission, urðu þess-
um ógleymanleg til dauðadags, eins og allt þessa
mikla manns ástríki, velgjörðir og tryggð við hann
og ættmenn hans, og hans lærdóms og mannkosta-
yfirburðir yfir flesta honum þekkta samtíðamenn,
innrættu Magnúsi þá virðingu, elsku og þakkláts-
semi til þessa hans ungdóms aðdáanlega fræðara
og leiðtoga, sem hann ætíð við minningu hans ljet
opinberlega í ljósi fram yfir alla, skylda og vanda-
lausa, og enginn árafjöldi megnaði að deyfa, en sem
glöð eilífð mun endurnýja. Sú lærdómslyst, sem
Halldór Hjálmarsson hafði í æsku þessa unglings
heppilega kveikt, Olafur kæft um hríð, Páll á sein-
asta vetrinum endurlifgað, brann þá algjörlega sem
í ljósum loga ; vottaði sig í fýkn eptir að nema og
læra sem mest og það af margvíslegri tegund ; að
verja öllum gáfum, tima og tómstundum þar til, að
draga þá meðlærisveina uppi, sem á undan honum
voru í lærdómi og komast á undan jafningjum.
Fljótt varð hans góði lærifaðir þessarar fýknar var
og örvaði hana hjá Magnúsi, bæði með sínu dag-
lega óþreytanlega iðnar eptirdæmi, hennar lofi og
hvetjandi spádómum eða fullvissun um heill og
heiður á síðan til uppskeru, en einkum með glað-
værri blíðu og ánægju hans yfir þessa síns læri-
sveins kostgæfni og gáfum. Hann setti Magnúsi
þessvegna alls engan lærdómsskamt eða lektíu fyr-
ir í neinu, heldur ljet hann skamta sjer allt sjálfan,
bæði í skólalærdómskverum, latínskra og grískra
rithöfunda útleggingum, daglegri stýlgjörð á látínu
4 daga í viku hverri, en útleggingu skriflegri úr