Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 76
204
ýmislegum klassiskum rithöfundum í látínskri tungu,.
á danska og íslenzka hvern laugardag. f>á las hann
sveininum og fyrir ýmisleg verkefni til að snúa i
látínsk ljóð, sem þessi optast fram bar in duplo,
og undir lyriskum metris, þá fram liðu stund-
ir, en ætíð stýlgjörðir á látínu, opt langar, in
duplo, eða tvær versiones, og úr því fram á þorra
kom, las hans góði lærifaðir honum fyrir vorsufull-
langa, hvern fyrirmiðdag. Um allt þetta vitna 3.
ára stýlbækur Magnúsar, 1778—80, sem eptir hann
finnast, og að hann þá sneri á latínu Hrafnkels sögu
Freysgoða, Broddhelga sögu, þætti af Gunnari þ>ið-
randabana, Brandkrossa þætti og fleirum, líka við og
við dönskum og þýzkum brotum af snotrum vísindum
úr einni af þessum tungum á hina. J>ví þýzkt og
franskt tungumál kenndi þessi hans lærifaðir Magn-
úsi; það fyrra fyrsta veturinn, 1778—79, hið síðara og
þýzku enn ýtarlegar þá 2 seinni, 1779-80; en hebresku
nam hann aldrei, og engelsku fyrst að ráði 1807 og
síðan svo, að hann bæði talaði og skrifaði mikið á
þetta mál, og las mörg enskra skálda meistaraverk.
Hvað grísku snerti, var um þær mundir í hvor-
ugum latínuskólanum hjer annað yfir farið eður í
því tungumáli kennt, en nýja testamentið, en þetta
gegnumgekk rector Skálholtsskóla í 30 ár, sá nafn-
togaði ágæti kennari, magister Bjarni Jónsson, með
sínum lærisveinum, með staklegri alúð og þolin-
mæði, hvað gríska málið snerti, ljet recitera sjer hvert
vers og ekkert úr fella og gjöra ýtarlega grein fyr-
ir hvers orðs uppruna og beygingum, tíðar- og ann-
ara orða. Öldungis sömu aðferð brúkaði við þetta
tungumál—auk útleggingar þess á látínskt—biskup
Hannes við Magnús, en að þá muni hafa tfðkast
önnur fljótfarnari 0g miður ströng á Hólum við
kennslu grískunnar þar, má ráða af Páls Hjálmars-