Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 77
205
sonar tilsögn Magnúsar í henni veturinn áður. f ví,
eins og segir á bls. 201 hjer að framan, hafði hinn
með þessum yfirfarið Jóhannes guðspjallamann og
látið sjer vel lynda skil þau í grískunni, sem Magn-
ús þá stóð honum, og ei krafið hann um betri.
En þegar biskupinn, fyrst með jólaföstu, bauð þess-
um sínum lærisveini að byrja með grískuna á Jó-
hannesi (það var á laugardag), „og fara svo langt,
sem hann kæmist, með þetta áður lesna, fram yfir
helgina til þriðjudags“ — því mánadagar voru frí-
dagar til glímna, annara skemmtana og leikfangs —
vildi Magnús bæði ávinna sjer jafnt lof fyrir kapp
við hana og við aðra lærdómsviðburði, yfirfór því
enn miklu vandlegar en Páll nokkurn tima krafði
4 fyrstu kapítula Jóhannesar, og bauð þá fram, en
beinstrandaði svo við þeirra skil, að þeir yfirfóru
einungis 4 fyrstu versin ; með allt hitt varð hann
apturreka. Las svo biskupinn sjálfur upp og út-
lagði og gerði grein fyrir sjerhverju í þeim 4 vers-
um, til að kenna lærisveini sínum þá rjettu aðferð,
og sýna, hver skil hann alstaðar krefði, og bannaði
honum yfir meiri grísku að fara í einu til morguns.
pessi sneypa sveið Magnúsi í merg og bein; hann
vandaði nú jafnan yfirferð sína af alúð, skrifaði sjer-
hvert upprunaorð jafnótt, sem hann las, og öll vönd
og tíðarorðabeygingar upp í kver og gerði þau sjer
síðar þar með hugfastari ; eins og seinna meir við
lestur nokkurra bóka af Hómeri Ilias og Heródót—
og fjekk aldrei optar ákúrur hjá sfnum góða læri-
föður fyrir trassfenginn yfirlestur grískunnar.
Að hann, enn þótt fávís í grísku máli, þá tók
sjer svo mikinn skamt þess strax, gerði keppni hans
við nokkra góða lærisveina skólans, við hverja hann,
sjer til mikilla framfarar heilla, batt fasta lærdóms-
og ungdómsvináttu. þ>essir voru tveir fluggáfaðir