Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 78
206
bræður, Vigfús og Guðmundur Jónssynir prófasts
Högnasonar, þá að Hallormsstað prests, síðar til
Hólma, sem báðir deyðu ný-dimitteraðir ; en 3.
Helgi, rektors magist. Bjarna sonur, seinast prestur að
Reynivöllum, maður ráðvandur og framar við lang-
varandi kennslu og iðn en sjerlegar gáfur vel að
sjer. Flestum frístundum vörðu þeir 4 þá til lær-
dómsfunda, samtais og keppni hver við annan f
bezta bróðerni; að tala látínu, að hreyta fram þung-
skildum grískum glósum, að skanderast (kveðast á)1
f látínskum versum, að yrkja þau upp á hendina
og þar með reka hver annan f vörðuna, varð þeirra
dagleg æfing, við hverja öllum 4 í þessu stórum
fram fór og loksins svo, að þótt fleiri settust að ein-
hverjum þeirra við skanderingu, útbúnir með ýmis-
leg látínsk skáldaverk í höndum, tókst þeim vart
nokkurn einn þeirra að yfirbuga, því hann orkti
jafnótt við, með upphafsbókstaf þeim, er vantaði ;
líka gerði æfing og vani þeim öllum um síðir jafn-
auðvelt að talast við í látínskum versum, eins og í
sundurlausri ræðu2.
pegar nú Magnús byrjaði með Jóhannesar guð-
spjall f grískunni með jólaföstu, byrjaði efri bekkur
skólans á Lúkasi (búinn með Matth. og Mark.), og
var þessa fastur skamtur frá haustnóttum, að fara
yfir tvo kapít. á dag í guðsp.mm. og Gjörn.b.
postulanna (fleiri í pistlunum); samt lagði Magnús
svo að sjer með grískuna fyrsta veturinn, að hann
lauk við þá 4 guðsp.menn og Post. gbk. undir eins
1) J>essi skandering krafði þann sama upphafsbókstaf vers-
ins, sem á móti kom, sem hins vers endaði á.
2) þegar 1779 fjekk hann í testimonio rectors mag. Bjarna
vitnað :
.Poeseos latinæ gnarus.1