Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 79
207
og skólinn, sem þó strax um haustið tók til á Matt-
hæusi.
Hans góði lærifaðir ljet hann lesa fjölda lát-
ínskra klassiskra rithöfunda, og yfirfór þá með hon-
um ýtarlega, þó eigi eins smásmuglega og síðar
um tíma var tíðkað í Bessastaðaskóla, með sárlítilli
yfirferð rithöfunda, kringum 1820, hver máti síður
mun hæfa skólakennslu, heldur eiga við háskóla, til
frekari fullkomnunar hinnar; ljet hann lesa og kenndi
honum að skilja Riisbrighs Prænotiones philoso-
phicas, Kalls veraldarsögu, Sommerfeldts landaskip-
unarfræði eptir landkortum, kenndi reikningslist,
og, hvað fyrst hefði átt að telja, guðfræði eptir
Guldbergs náttúrlegrar og opinberaðrar guðfræði
bókum. Wöldikes Theses hafði hann heima lært ;
en bæði þessar og hinar guðfræðibækurnar útlistaði
biskupinn ýtarlega fyrir honum og spurði hann úr,
hvers eptirmiðdags kvöld allra helgidaga, hjer um
i 2 klukkustundir, svo helgarnar voru ekki Magnúsi
frídagar, heldur þvert á móti, því auk þess að hinn
hjelt þessum fast, eptir eigin dæmi sínu, til sífeldrar
kirkjugöngu til messu, brá Magnúsi við fyrsta sunnu-
dagskvöldið sem biskupinn með honum yfirfór
og útlistaði vissan part af nefndum guðfræðum,
þegar hinn allra seinast spurði hann : „hvað hann
úr dagsins prjedikunum myndi ?“, sem þá varð lít-
ið annað fyrir en rugl. Athyglin var þá víst slök,
enda fann hún fátt merkilegt að festa minnið við.
Eirikur, sfðan prófastur, Vigfússon* 1, var þá kirkju-
prestur. Hófust þessar guðfræðikenningar og spurn-
ingar úr dagsprjedikuninni með jólaföstunni á helgi-
dagakvöldum. Með honum eiginlegri hægð og ást-
1) Eiríkur Vigfússon, siðast prestur í Stafholti og prófastur
i Mtraprófastsdæmi. Útg.