Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Side 80
208
úð, blönduðum alvörugefni, áminnti sá góði lærifað-
ir sinn gálitla lærisvein til betra athyglis og verð-
ugri notkunar messugjörðar til lærdóms, uppvakn-
ingar og betrunar, hver áminning svo fjekk á
þenna, að við fleiri messugjörðir þar eptir neytti
hann, að kalla einungis, heyrnarinnar skilningarvits
með honum mögulegasta athygli, en það kom samt
fyrir eitt, því við yfirheyrslurnar orkaði hann engin
betri messuskil að bjóða, svo biskup furðaði á, þar
hann vissi Magnús næman nóg. Vildi þá svo til einu
sinni, þá hann reyndist úr messunni andlega sár-
fátækur, svo nýrri aðfinning hans góða læriföðurs
sætti, að sveinninn beiddi þenna i þetta sinn að láta
sjer lynda, í staðinn fyrir úr dagsprjedikuninni, hvað
hann þá enn rankaði til úr prestsvigsluræðu, sem
hann strax eptir komu sína í Skálholt undir Mikjáls-
messu hafði heyrt í fyrsta sinn biskup Hannes þá
fram flytja og sem honum lengi þar eptir varð hug-
föst, út af textanum: Sálm. 40,8.9. „Sjá, eg kem;
i bókinni er skrifað af mjer: f>inn vilja, minn guð!
gjöri jeg gjarnan, og þitt lögmál hefi jeg í mínu
hjarta.“ — Biskup brosti við og sagði: „þegar þú
ekkert manst af því, sem þú heyrðir dag, manstu
líklega enn minna af því, sem þú heyrðir f haust;
en láttu þetta koma“. Magnús hafði þá yfir text-
ann, svo exordium og þess innihald, ræðuefnið og
þess greinir, og af hverri þessara svo greinilegt á-
grip, og eins af efnisins heimfærslu, að eigi mun
margt merkilegt hafa verið undanfelt; en allt má-
ske samsvarað fjórðungi ræðunnar að lengd. Stóð
biskup þá upp og sagði: „f>að var vel munað“,
brosti við, klappaði á kinn sveinsins og spurði hann
aldrei framar úr messu.
Við lærdóm Magnúsar í Skálholti um þriggja
ára tfma, undir handleiðslu og tilsögn hans orðlagða