Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 85
213
vel flestra ástand og búskaparsýsl, hvers fæstir hjer
í landi geta, sem húsfeður, án verið, veita svo litla
hentugleika og hjálparmeðul; hann vildi nefnilega,
láta þenna giptast systurdóttur sinni Guðrúnu Vig-
fúsdóttur Scheving á Viðivöllum í Skagafirði, og
þess vegna láta þenna son sinn, áður en hann sigldi,
panta sjer hana, sem heitmeyju. þeirra erindasendi
hann þenna norður 17 vetra gamlan 1780, og fylgdi
hann þar i bezta föðurs vilja, sjálfur óframsýnn ung-
lingur og á þeim aldri, sem litt sjer fyrir, hvað á
fullorðins daga drífa muni eða hvar forlögin ætla
honum samastað, sem manni, en þankalítill þá um
giptingar; þar hjá voru þau hvort öðru bæði öldungis
óþekkt nema að orðstýri einum. Aptur ferðaðist hann
norður sumarið 1781 til að kveðja þessa heitmeyju
sina og náunga þar. Hverja umbreytingu þessi
bráðgjörva ráðstöfun síðar meir gjörði á von hans
og fremdarútsjón og sinni hans, mun seinna verða
á vikið. Sem barn vildi hann í öllu hiýðnast vitr-
um og ástrikum föður, og reiða sig á velvild og
framsýni hans, eins á þeim aldri, sem náttúran sjálf
ekki vakið hafði neina tilhneigingu til giptinga, sem
ótímabærra og ísjárverðra í mörgu tilliti á ómaga-
aldri, að flestra löggjafara dómum, hvar um, meðal
margra, norsku laga 3—18—5 ber ijóst vitni, eins
og seinni tiiskipun frá 30. apríl 1824 f § 3. nr. 1
°g § 7-
f>anninn undirbúinn kvaddi Magnús Stephensen
foreldra sína á Innrahólmi, hvert hann með þeim
flutzt hafði frá Sviðholti um júlíbyrjun 1780; kvaddi
ástvini og föðurland sitt í fyrsta sinni þann 24. ágúst
1781 á sínu ig. aldursári, vel þokkaður og ástsæll
hjá öllum, sem til hans þekktu, svo meðal æðrisem
lægri stjettar fólks, og höfðu flestir góða von um
lærdómsframa hans, hverja góðar náttúrugáfur og