Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 86
góðsinna náttúrufar, ásamt þá flekklitlu framferði
sýndust styrkja.
Skal hjer með lykta hans ungdómssögu innan-
lands, en þessu næst minnast
II. á hans siglingar og academiska líf, til hans al-
gjörlegu apturkomu, sem lögmaður N.- og V. á
íslandi 1788.
Magnús Stephensen ljet út frá Hafnarfirði með
snou-skipi konungsins, Island nefndu, þ. 24. Augusti
1781, og hitti þar fyrst frænda sinn, Vigfús fórarins-
son, sem kom hjer út með Gullbringu- og Kjósarsýslu
um þá daga; fengu þeir megna mótvinda, svo út-
siglingin varð erfið og seinfær í 5 vikur, seinast
mjög háskasöm, því innarlega í Kattegati fjell á
ofsastormur með hrakviðri, svo mótdrægur, að ekki
tók inn Eyrarsund, en um nóttina varð upp á líf
og dauða að hleypa inn með Sjálandi í von um að
ná þess svonefnda ísafirði; en eins þangað varð
þvert mjög, svo skipherrann neytti af nauðsyn allra
segla til þess, en beggja mastranna yfirstengur
hrukku þar við sundur og flugu með yfirseglunum
út í sjó; hjengu þó á togunum við skipsborðið, og
var það allra, sem á skipinu voru, þyngsta erfiði f
náttmyrkri, stormi og óveðri, að fá þeim og segl-
unum sem bráðast bjargað, og 2 atkeratog löng og
þung dregin upp á þilfarið, og atkerin undirbúin til
útvörpunar, þá minnst varði, þó tíðar öldur, sem
brimboðar, gengju þar æstar að strendum. Stikað
var djúpið með fárra augnablika millibili, og þá
grynna tók á færi, báðum atkerum í ofboði útfleygt,
en seglum bjargað; reið skipið svo fyrir þeim nótt-
ina af á tíðum brimgörðum, en sandbotn góður hjelt
þeim föstum. Um morguninn eptir sást, að skipið
lá utarlega við ísafjarðarmynni, skammt frá sand-